ÍBV ekki í vandræðum með Selfoss

Ester Óskarsdóttir átti góðan leik.
Ester Óskarsdóttir átti góðan leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

ÍBV átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Selfoss af velli, 34:21, í Olísdeild kvenna í handbolta í dag. Staðan í hálfleik var 16:11, ÍBV í vil. 

Ester Óskarsdóttir átti enn og aftur góðan leik fyrir Eyjakonur og skoraði hún níu mörk. Sandra Erlingsdóttir bætti við átta mörkum og þær Sandra Dís Sigurðardóttir, Díana Kristín Sigmarsdóttir og Greta Kavaliauskaite voru með fjögur mörk hver. 

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Selfoss og þær Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir gerðu fimm mörk hvor. ÍBV er enn í þriðja sæti deildarinnar nú með 13 stig, þremur stigum minna en topplið Vals, sem á leik til góða. Selfoss er í 6. sæti með fimm stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert