Teitur skoraði 14 og leikbönn í vændum

Fjölnismaðurinn Breki Dagsson sækir að vörn Selfoss í dag en …
Fjölnismaðurinn Breki Dagsson sækir að vörn Selfoss í dag en Árni Steinn Steinþórsson er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Selfoss vann seiglusigur á Fjölni þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik í Dalhúsum í dag. Selfoss náði fyrst forskoti þegar fjórðungur var eftir af leiknum og uppskar að lokum sigur, 32:30, þar sem Teitur Örn Einarsson skoraði 14 mörk en einn leikmaður úr hvoru liði fékk að líta rautt spjald og blátt í kjölfarið sem þýðir að brot þeirra verða tekin sérstaklega fyrir hjá aganefnd.

Fjölnismenn settu tóninn snemma leiks, skoruðu þrjú fyrstu mörkin og höfðu frumkvæðið í fyrri hálfleiknum. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti fyrir hlé þar sem Kristján Örn Kristjánsson var þeirra besti maður í sókninni með fjögur mörk og fjölmargar stoðsendingar.

Selfyssingar unnu sig hins vegar hægt og bítandi aftur inn í leikinn þar sem Teitur Örn Einarsson fór mikinn og skoraði átta mörk í fyrri hálfleik einum. Lítið var um varnir og þegar flautað var til hálfleiks höfðu Fjölnismenn eins marks forskot 18:17.

Leikurinn var gríðarlega jafn eftir hlé en um miðjan síðari hálfleikinn komust Selfyssingar yfir í fyrsta sinn, 24:23. Þegar tíu mínútur eftir fékk Andri Berg Haraldsson rautt spjald og það bláa í kjölfarið fyrir að hafa farið viljandi í andlit Hauks Þrastarsonar að mati dómara leiksins.

Í kjölfarið náðu Selfyssingar frekari undirtökum en Sverrir Pálsson fékk einnig rautt og blátt í kjölfarið hjá Selfossi undir lokin fyrir að krækja á eftir Kristjáni sem stökk inn í teiginn. Fjölnir náði ekki að koma til baka og Selfoss vann að lokum tveggja marka sigur 32:30.

Teitur Örn fór á kostum með Selfossi og skoraði 14 mörk en hjá Fjölni skoraði Kristján Örn Kristjánsson 8 mörk auk þess sem hann lagði upp annan eins fjölda fyrir félaga sína. Selfoss er með 18 stig eins og ÍBV í 2.-3. sæti deildarinnar en Fjölnir er á botninum með 5 stig.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Fjölnir 30:32 Selfoss opna loka
60. mín. Bjarki Snær Jónsson (Fjölnir) varði skot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert