Eyjamenn urðu bikarmeistarar karla í þriðja skipti í gær þegar þeir sigruðu Framara örugglega, 35:27, í úrslitaleik keppninnar í Laugardalshöllinni.
ÍBV vann bikarinn í fyrsta skipti árið 1991 og aftur árið 2015. Karlalið Eyjamanna hefur nú jafnaði kvennaliðið í titlum en ÍBV hefur einnig þrívegis orðið bikarmeistari í kvennaflokki, árin 2001, 2002 og 2004.
Fimm lið hafa oftar orðið bikarmeistarar á þeim 45 árum sem keppnin hefur farið fram. Valur hefur unnið 10 sinnum, Haukar 7 sinnum, Víkingar 6 sinnum, FH-ingar 5 sinnum og Stjarnan 4 sinnum. Þá koma ÍBV og KA með 3 titla hvort, ÍR hefur unnið tvisvar og Fram, HK, KR, Afturelding og Þróttur einu sinni hvert félag.
Haraldur Jónasson ljósmyndari mbl.is var í Laugardalshöllinni og tók meðfylgjandi myndir af stemningunni þar: