Guðjón Valur Sigurðsson er magnaður íþróttamaður. Það sýndi hann enn og aftur í gær þegar Rhein-Neckar Löwen skellti ríkjandi Evrópumeisturum Montpellier 37:27 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handknattleik.
Það er ekki að sjá að Guðjón Valur verði fertugur á næsta ári. Hann fór á kostum í leiknum og skoraði 11 mörk og hefur þar með skorað 34 mörk í Meistaradeildinni á tímabilinu, er í hópi markahæstu leikmanna.
Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá Guðjón taka rosalegan sprett upp völlinn og skora síðasta mark fyrri hálfleiksins í þann mund sem leiktíminn er að renna út.
What a way to finish the first half! 🔥🔥🔥
— EHF Champions League (@ehfcl) November 7, 2018
Gudjon Valur Sigurdsson of the @RNLoewen beats the keeper... and the buzzer! ⏱️ pic.twitter.com/AtCyMGEorc