Þórir Hergeirsson þjálfari norska kvennalandsliðsins í handknattleik fékk vondar fréttir nú síðdegis.
Amanda Kurtovic, einn af lykilmönnum norska landsliðsins, varð fyrir meiðslum á hné í vináttuleik gegn Frökkum í gær og eftir læknisskoðun nú síðdegis kom í ljós að fremra krossbandið í vinstra hné hennar er slitið og þar með verður hún frá æfingum og keppni næstu mánuðina.
Kurtovic, sem leikur í stöðu hægri skyttu, verður því ekki með Norðmönnum í úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Frakklandi á fimmtudaginn en Noregur, undir stjórn Þóris, hefur hampað Evrópumeistaratitlinum síðustu tvö skiptin.