Íþróttafréttamaður á norsku sjónvarpsstöðinni TV2, Stig Nygård, er með tvo Íslendinga á lista sínum yfir 50 bestu handboltamenn í heimi.
Að hans mati er Aron Pálmarsson 10. besti handboltamaður í heimi og Guðjón Valur Sigurðsson er í 23. sæti á listanum yfir bestu handboltamenn í heimi.
Sá besti að mati Nygård er Norðmaðurinn Sander Sagosen en þessi 23 ára gamla stórskytta leikur með franska meistaraliðinu Paris SG.
25 bestu handboltamenn í heimi að mati íþróttafréttamannsins eru:
1. Sander Sagosen, Noregi (París SG)
2. Mikkel Hansen, Danmörku (Paris SG)
3. Arpad Sterbik, Spáni (Veszprém)
4. Andy Schmid, Sviss (Rhein-Neckar Löwen)
5. Luka Cindric, Króatíu (Dinamo Zagreb)
6. Nikola Karabatic, Frakklandi (Paris SG)
7. Uwe Gensheimer, Þýskalandi (Paris SG)
8. Rasmus Lauge, Danmörku (Flensborg)
9. Eduardo Gurbiondo, Spáni (Nantes)
10.Aron Pálmarsson, Íslandi (Barcelona)
11.Niklas Landin, Danmörku (Kiel)
12.Diego Simonet, Argentínu (Montpellier)
13.Vuko Borozan, Svartfjallandi (Vardar)
14.Alex Dujsjebajev, Spáni (Kielce)
15.Mikael Appelgren, Svíþjóð (Rhein-Neckar Löwen)
16.Dika Mem, Frakklandi (Barcelona)
17.Gedeon Guardiola, Spáni (Rhein-Neckar Löwen)
18.Jim Gottfridsson, Svíþjóð (Flensburg)
19.Kentn Mhe, Frakklandi (Veszprém)
20.Nedim Remili, Frakklandi (Paris SG)
21.Zsolt Balogh, Ungverjalandi (Pick Szeged)
22.Kiril Lazarov, Makedóníu (Nantes)
23.Guðjón Valur Sigurðsson, Íslandi (Rhein-Neckar Löwen)
24.Kim Ekdahl Rietz, Svíþjóð (Paris SG)
25.Andres Wolff, Þýskalandi (Kiel)