Magnaður Aron fékk brons

Aron Pálmarsson í leiknum við Kielce í dag.
Aron Pálmarsson í leiknum við Kielce í dag. AFP

Aron Pálm­ars­son fékk áhorf­end­ur í Lanx­ess Ar­ena til að taka and­köf með frammistöðu sinn í sigri Barcelona á Kielce í leikn­um um bronsverðlaun­in í Meist­ara­deild Evr­ópu í hand­bolta í dag.

Sókn­ar­leik­ur Barcelona gekk afar smurt fyr­ir sig þegar Aron var inn­an vall­ar. Fram­an af fyrri hálfleik kom varla sú sókn sem ekki endaði með drauma­úr­slita­send­ingu leik­stjórn­and­ans en fé­lag­ar hans fóru stund­um illa með al­gjör dauðafæri. Barcelona náði þó fljót­lega ágætu for­skoti og var 12:7 yfir um miðjan fyrri hálfleik. Aron fékk þá stutta hvíld en Spán­verj­inn Raú­el Entrerri­os spilaði drjúg­an hluta leiks­ins í leik­stjórn­anda­stöðunni á móti Aroni. Kielce lagaði stöðuna aðeins fyr­ir hálfleik en staðan að lokn­um fyrri hálfleik var 20:16.

Aron fékk að hvíla sig fram­an af seinni hálfleik og Kielce tókst að minnka mun­inn niður í tvö mörk, 31:29. Barcelona tók þá leik­hlé, Aron sneri aft­ur inn á völl­inn og Spán­ar­meist­ar­arn­ir skoruðu næstu tvö mörk. Bar­elona missti svo þrjá menn af velli með tveggja mín­útna brott­vís­un en í þeirri stöðu skoraði Aron samt sem áður og kom sín­um mönn­um í 34:30. Barcelona hélt svo þægi­legu for­skoti til loka leiks­ins og tryggði sér bronsverðlaun­in með 40:35-sigri.

Frakk­inn Dika Mem var marka­hæst­ur hjá Barcelona með 8 mörk og Slóven­inn Jure Do­lenec skoraði 7 úr jafn­mörg­um til­raun­um. Aron nýtti öll þrjú skot sín í leikn­um en var eins og áður seg­ir mun meira í því að leggja upp fyr­ir fé­laga sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert