„Nánast fullkomið ár“

Ómar Ingi Magnússon með treyju Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon með treyju Magdeburg. Ljósmynd/Magdeburg

„Ég sá það alltaf fyr­ir mér að ég myndi spila í toppliði í þýsku deild­inni þannig að innst inni var þetta alltaf mark­miðið,“ seg­ir Ómar Ingi Magnús­son, landsliðsmaður í hand­bolta, sem frá og með sumr­inu 2020 verður leikmaður Mag­deburg í Þýskalandi. Mag­deburg, sem hafnaði í 3. sæti þýsku 1. deild­ar­inn­ar í vet­ur, gerði samn­ing við Ómar sem gild­ir til fjög­urra ára, eða til sum­ars­ins 2024.

Ómar mun sem sagt fyrst klára seinna tíma­bilið af samn­ingi sín­um við Aal­borg í Dan­mörku. Fyrra tíma­bilið, sem nú er ný­lokið, var draumi lík­ast en Ómar varð þre­fald­ur meist­ari með liðinu auk þess að vera (lang)stoðsend­inga­hæst­ur í dönsku úr­vals­deild­inni og í 9. sæti yfir marka­hæstu menn deild­ar­inn­ar. Töl­urn­ar tala sínu máli og því ekki skrýtið að Mag­deburg skyldi hafa sam­band en fé­lagið ætl­ar Ómari að fylla í skarðið sem Sví­inn Al­bin Lag­ergren skil­ur eft­ir þegar hann fer til Rhein-Neckar Löwen á næsta ári.

„Ég hef vitað af áhuga fé­lags­ins í nokk­urn tíma og ég er auðvitað mjög ánægður með þetta. Þetta er klassa­klúbb­ur veit ég, og bú­inn að vera nokkuð stöðugur síðustu ár. Ég held líka að liðið henti mér mjög vel, upp á það hvernig hand­bolta það spil­ar

Eft­ir næsta tíma­bil verð ég bú­inn að vera í fjög­ur ár í Dan­mörku, í fínni deild með fín­um leik­mönn­um og því er þetta rök­rétt skref. Það hef­ur hjálpað mér mikið að spila hérna, upp á að þrosk­ast í mín­um leik, og þetta verður góður tíma­punkt­ur til að flytja mig um set. Auðvitað get ég alltaf verið sterk­ari og bætt lík­am­lega þátt­inn, sem ég vinn í á hverj­um degi, og það kem­ur hægt og ró­lega. Hvað allt annað varðar er ég klár í þetta,“ seg­ir Ómar við Morg­un­blaðið.

Ítar­legt viðtal við Ómar Inga má finna á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins sem kom út í morg­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert