„Nánast fullkomið ár“

Ómar Ingi Magnússon með treyju Magdeburg.
Ómar Ingi Magnússon með treyju Magdeburg. Ljósmynd/Magdeburg

„Ég sá það alltaf fyrir mér að ég myndi spila í toppliði í þýsku deildinni þannig að innst inni var þetta alltaf markmiðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, landsliðsmaður í handbolta, sem frá og með sumrinu 2020 verður leikmaður Magdeburg í Þýskalandi. Magdeburg, sem hafnaði í 3. sæti þýsku 1. deildarinnar í vetur, gerði samning við Ómar sem gildir til fjögurra ára, eða til sumarsins 2024.

Ómar mun sem sagt fyrst klára seinna tímabilið af samningi sínum við Aalborg í Danmörku. Fyrra tímabilið, sem nú er nýlokið, var draumi líkast en Ómar varð þrefaldur meistari með liðinu auk þess að vera (lang)stoðsendingahæstur í dönsku úrvalsdeildinni og í 9. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar. Tölurnar tala sínu máli og því ekki skrýtið að Magdeburg skyldi hafa samband en félagið ætlar Ómari að fylla í skarðið sem Svíinn Albin Lagergren skilur eftir þegar hann fer til Rhein-Neckar Löwen á næsta ári.

„Ég hef vitað af áhuga félagsins í nokkurn tíma og ég er auðvitað mjög ánægður með þetta. Þetta er klassaklúbbur veit ég, og búinn að vera nokkuð stöðugur síðustu ár. Ég held líka að liðið henti mér mjög vel, upp á það hvernig handbolta það spilar

Eftir næsta tímabil verð ég búinn að vera í fjögur ár í Danmörku, í fínni deild með fínum leikmönnum og því er þetta rökrétt skref. Það hefur hjálpað mér mikið að spila hérna, upp á að þroskast í mínum leik, og þetta verður góður tímapunktur til að flytja mig um set. Auðvitað get ég alltaf verið sterkari og bætt líkamlega þáttinn, sem ég vinn í á hverjum degi, og það kemur hægt og rólega. Hvað allt annað varðar er ég klár í þetta,“ segir Ómar við Morgunblaðið.

Ítarlegt viðtal við Ómar Inga má finna á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka