Bruno Martini, framkvæmdastjóri franska handknattleiksfélagsins PSG, ræðir um landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson á heimasíðu frönsku A-deildarinnar í dag. Guðjón Valur gekk í raðir PSG frá Rein Neckar-Löwen fyrir tímabilið.
Þrátt fyrir að vera orðinn fertugur er Guðjón enn í fullu fjöri, enda samdi hann við eitt stærsta félag heims fyrir leiktíðina. Martini lýsir fyrstu kynnum sínum af Guðjóni í viðtalinu og því standi sem fyrirliðinn er í.
„Guðjón útskýrði fyrir mér hversu mikinn metnað hann hefur. Þetta snýst ekki um peninga hjá honum. Guðjón vill spila með góðum leikmönnum og vinna Meistaradeildina,“ sagði Martini.
Hann segir lækna franska félagsins undrandi á standinu á fertugum Guðjóni Val.
„Læknirinn hringi í mig til að tala um Guðjón. Hann sagði að Guðjón æfði og hreyfði sig eins og hann væri tíu árum yngri. Hann er ótrúlegur," bætti Martini við.