Ósáttir Danir segja leikinn martröð og stórslys

Mikkel Hansen reynir að jafna metin með síðasta skoti leiksins.
Mikkel Hansen reynir að jafna metin með síðasta skoti leiksins. Ljósmynd/Ein­ar Ragn­ar Har­alds­son

Danskir miðlar eru allt annað en sáttir við karlalandslið sitt í handbolta eftir 30:31-tap gegn Íslandi í fyrsta leik liðanna á EM, en liðin áttust við í Malmö í kvöld. Danir eru heims- og ólympíumeistarar og kom tapið þeim á óvart. 

Ríkissjónvarp Danmerkur segir leikinn martröð í umfjöllun sinni og Berlingske Tidende talar um stórslys. Þá var Michael Damga­ard, leikmaður liðsins, mjög pirraður í leikslok og blótaði í viðtali áður en hann kýldi í borð. 

Það er því ljóst að Dönum er brugðið eftir tap gegn litla Íslandi, en nú má lítið út af bregða hjá danska liðinu. Tapi liðið fyrir Ungverjum í næsta leik og Ísland vinnur Rússa, er það úr leik. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert