Stórkostlegur sigur

Íslend­ing­ar lögðu heims- og ólymp­íu­meist­ara Dana að velli í fyrsta leik sín­um á EM karla í hand­knatt­leik í Mal­mö Ar­ena í sænsku borg­inni Mal­mö í dag. Ísland vann 31:30 eft­ir að staðan var jöfn að lokn­um fyrri hálfleik. 

Íslenska landsliðið sýndi frá­bæra frammistöðu fyr­ir fram­an ell­efu þúsund Dani og eitt þúsund Íslend­inga og landaði sigri eft­ir mikla spennu og jafn­an leik. Stærsti sig­ur strákanna okk­ar í ár­araðir er staðreynd.  

Ísland kom hand­bolta­heim­in­um á óvart með þess­um úr­slit­um. Ekki ein­ung­is var Dön­um spáð sigri í þess­um leik held­ur spá flest­ir þeim sigri í mót­inu. 

Staðan var 15:15 að lokn­um fyrri hálfleik. Sókn­in gekk þá geysi­lega vel hjá ís­lenska liðinu og dönsku markverðirn­ir náðu ekki að kom­ast í gang en báðir fengu að spreyta sig. Aron Pálm­ars­son fór á kost­um og skoraði 7 mörk í fyrri hálfleik og átti 5 stoðsend­ing­ar. Þar sem sókn­in var öguð hjá ís­lenska liðinu náðu Dan­ir ekki að skora mörk úr hraðaupp­hlaup­um að neinu ráði. 

Fyrsta kort­erið í síðari hálfleik var vörn ís­lenska liðsins sterk­ari en í fyrri hálfleik og Ísland náði tveggja marka for­skoti. Dan­ir leystu úr því og náðu að opna horn­in hvað eft­ir annað síðasta kort­erið og liðin skipt­ust á að ná for­yst­unni. En Ísland náði þriggja marka for­skoti þegar þrett­án mín­út­ur voru eft­ir 26:23. Þá fundu okk­ar menn að þeir áttu alla mögu­leika á sigri og press­an jókst á heims­meist­ar­ana. 

Á 56. mín­útu var staðan orðin jöfn 29:29. Þá gerði ís­lenska liðið mis­tök í þrem­ur sókn­um í röð sem var úr takti við frá­bær­an sókn­ar­leik í leikn­um. Dan­ir nýttu tæki­færið og Íslend­ing­ur­inn í liði Dana, Hans Óttar, var þá erfiður í hægra horn­inu. 

Klók­indi Al­ex­and­ers og Guðjóns

Þá stal Al­ex­and­er send­ingu og skoraði í opið mark Dana og kom Íslandi aft­ur yfir. Var það einn af vendipunkt­um leiks­ins. Á 59. mín­útu náði Ísland tveggja marka for­skoti. Þá sýndi fyr­irliðinn Guðjón Val­ur leikskiln­ing sinn og leysti inn á línu þegar sókn­in var orðin vand­ræðaleg. Aron Pálm­ars kom auga á það og skilaði línu­send­ing­unni og Guðjón skoraði. 

Engu að síður gátu Dan­ir jafnað í síðustu sókn­inni. Þeir fengu bolt­ann þegar tæp hálf mín­úta var eft­ir. Mikk­el Han­sen og fé­lög­um brást þá kjark­ur­inn og eng­inn tók af skarið. Þeir fengu aukakast eft­ir að leiktím­an­um lauk, Han­sen skaut yfir varn­ar­vegg­inn en Björg­vin Páll varði af ör­yggi og sig­ur­inn var í höfn.

Han­sen átti stór­leik fram­an af en af hon­um dró á lokakafl­an­um. Hann skoraði 9 mörk en 8 þeirra í fyrri hálfleik. 

Aron maður leiks­ins

Aron Pálm­ars­son var val­inn maður leiks­ins og ekki að ástæðulausu. Hann sýndi hvers vegna hann er álit­inn einn sá allra besti í heim­in­um. Hann skoraði 10 mörk. Ekk­ert þeirra úr víti og gaf urm­ul af stoðsend­ing­um eða níu tals­ins. Þar að auki spilaði Aron megnið af leikn­um í vörn­inni. Í dag sást glögg­lega mun­ur­inn á ís­lenska liðinu þegar hann er með eða þegar Aron vant­ar eins og gegn Þýskalandi í vináttu­leikn­um á dög­un­um. 

Björg­vin Páll Gúst­avs­son stóð í mark­inu í cirka 40 mín­út­ur. Varði alls 8 skot. Í fyrri hálfleik fengu Dan­ir mjög mörg góð skot­færi þá var ekki auðvelt fyr­ir Björg­vin í mark­inu. Hann kom aft­ur í markið síðustu tíu mín­út­ur og varði mjög mik­il­vægt skot á 58. mín­útu frá Hans Ótt­ari sem hafði verið ill­viðráðan­leg­ur í síðari hálfleik. Vikt­or Gísli fékk að spreyta sig fyrstu 20 mín­út­urn­ar eða svo í síðari hálfleik og fékk eld­skírn sína á stór­móti A-landsliða. 

Land­in fékk rauða spjaldið

Dönsku markverðirn­ir vörðu ekki nema 7 skot sam­kvæmt mín­um kokka­bók­um eins og Bjarni Fel myndi orða það. Sýn­ir það hversu öguð sókn­in var hjá ís­lenska liðinu og þeir áttu ekki nokkra mögu­leika gegn Aroni Pálm­ars í dag. Lít­il markvarsla gerði það að verk­um að Dan­ir skoruðu fá auðveld mörk eins og áður seg­ir. Einn af vendipunkt­um leiks­ins var þegar Land­in fékk rauða spjaldið á 43. mín­útu fyr­ir að fara út á móti Ólafi Guðmunds sem var í hraðaupp­hlaupi. Ólaf­ur náði að skila bolt­an­um í netið, koma Íslandi yfir og Land­in fékk rauða spjaldið. Mikið stemn­ings­atriði fyr­ir Ísland. 

Kári Kristján lék lengst af á lín­unni. Var hann mjög drjúg­ur því hann fiskaði mörg víti fyr­ir utan mörk­in sem hann skoraði og hjálp­ina sem hann veitti skytt­un­um. Kári og Aron ná mjög vel sam­an á vell­in­um eins og við höf­um áður séð. Al­ex­and­er kem­ur aft­ur inn í landsliðið með lát­um og átti virki­lega góðan leik í vörn og sókn. Guðjón og Arn­ór fengu fá færi þar sem horna­spilið var ekki mikið en gerðu vel þegar færi gafst. Arn­ór náði til dæm­is tví­veg­is í ruðning á Dani. Jan­us Daði var áræðinn á miðjunni í síðari hálfleik og átti nokkr­ar góðar stoðsend­ing­ar.

Ýmir fékk stórt hlut­verk í dag í vörn­inni og sýndi hann er út­sjón­ar­sam­ur og efni­leg­ur varn­ar­maður þótt stund­um hafi verið erfitt að reyna að halda aft­ur af Han­sen og Lauge. Við hlið hans var Elv­ar Örn sem var mjög góður í vörn­inni. Hon­um var refsað fyr­ir vask­lega fram­göngu og fékk rauða spjaldið vegna þriggja tveggja mín­útna brott­vís­ana. 

Sig­ur sem jafn­ast á við sigrana gegn Frökk­um

Ung­verja­land og Rúss­land eru einnig í E-riðlin­um og Ung­verja­land hafði bet­ur 26:25. Ísland og Ung­verja­land eru því með 2 stig í E-riðlin­um að lok­inni fyrstu um­ferð. Tvö lið kom­ast áfram úr riðlin­um. Ísland mæt­ir Rússlandi á mánu­dag og Ung­verjalandi á miðviku­dag. 

Ísland er ekki orðið Evr­ópu­meist­ari. Því miður virk­ar keppn­is­fyr­ir­komu­lagið ekki þannig. Ung­verj­ar og Rúss­ar eru snún­ir and­stæðing­ar en sig­ur­inn í dag gef­ur mikla mögu­leika á því að kom­ast langt í mót­inu. Hafa ber í huga að góð frammistaða á EM gæti skilað Íslandi inn í for­keppn­ina fyr­ir Ólymp­íu­leik­ana. 

Okk­ar menn og hand­bolta­áhuga­fólk get­ur í það minnsta haft það huggu­legt í kvöld og notið þess að Dan­ir voru lagðir að velli á stór­móti í fyrsta skipti síðan 2010. Í ljósi styrk­leika danska liðsins er sig­ur­inn í dag nán­ast á pari við sigrana gegn Frökk­um á HM 2007 og ÓL 2012.  

Dan­mörk 30:31 Ísland opna loka
Mikkel Hansen - 9 / 3
Hans Óttar Lindberg - 5
Rasmus Lauge - 5
Henrik Möllgaard - 4
Michael Damgaard - 3
Mads Mensah - 2
Magnus Bramming - 1
Magnus Saugstrup - 1
Mörk 10 - Aron Pálmarsson
5 - Alexander Petersson
4 - Kári Kristján Kristjánsson
4 - Guðjón Valur Sigurðsson
2 / 2 - Arnór Þór Gunnarsson
2 / 2 - Bjarki Már Elísson
1 - Janus Daði Smárason
1 - Elvar Örn Jónsson
1 - Ólafur Guðmundsson
1 - Ýmir Örn Gíslason
Niklas Landin - 5 / 1
Jannick Green - 2
Varin skot 7 - Björgvin Páll Gústavsson
2 - Viktor Gísli Hallgrímsson

8 Mín

Rautt Spjald Niklas Landin
Brottvísanir

10 Mín

Rautt Spjald Elvar Örn Jónsson
mín.
60 Leik lokið
Ísland sigraði 31:30. Mögnuð tíðindi
60 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Varði aukakastið frá Hansen.
30 Textalýsing
Bara aukakast Dana eftir.
30 Ísland tapar boltanum
Ruðningur
59 30 : 31 - Henrik Möllgaard (Danmörk) skoraði mark
59 29 : 31 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Fyrirliðinn leysti inn á línu og leysti málið. Aron sá hann og skilaði sendingunni.
58 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Varði glæsilega frá Hans óttari.
57 29 : 30 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Já já já. Alexander stal sendingu frá Hansen og skoraði í opið markið. Danir tóku markvörðinn út af til að vera í yfirtölu í sókninni.
57 Danmörk tapar boltanum
56 Ísland tapar boltanum
Þriðja sóknin í röð sem rennur út í sandinn án þess að ná skoti á markið.
55 29 : 29 - Henrik Möllgaard (Danmörk) skoraði mark
Úr horninu. Um leið og Ísland gerir mistök í sókninni er forskotið farið.
55 Ísland tapar boltanum
54 28 : 29 - Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skoraði mark
Íslendingurinn í liði Dana reynist okkur erfiður
53 Ísland tapar boltanum
53 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
Frá Hansen. Afar mikilvægt.
52 Elvar Örn Jónsson (Ísland) rautt spjald
Þrjár brottvísanir og þar af leiðandi rautt.
52 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
52 27 : 29 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni. Kári hélt eitt augnablik að hann væri Róbert Gunnarsson og hendi boltanum aftur fyrir sig í netið. Snilld.
52 Ísland tekur leikhlé
Gummi tekur leikhlé. Ísland er marki yfir og með boltann. Möguleikinn á því að ná í bæði stigin er fyrir hendi.
51 27 : 28 - Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skoraði mark
Danir eru farnir að opna hornin.
51 Jannick Green (Danmörk) varði skot
50 26 : 28 - Henrik Möllgaard (Danmörk) skoraði mark
Úr horninu
49 25 : 28 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skorar úr víti
Tvö mörk frá honum á vítalínunni. Hefur ekki tekið þátt í leiknum að öðru leyti.
49 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
48 25 : 27 - Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skoraði mark
Úr horninu
48 Danmörk tekur leikhlé
Nikolaj tekur leikhlé. Ísland er þremur mörkum yfir. Nú reynir á heimsmeistarana. Rúmar tíu mínútur eftir og þeir eru í vandræðum. Pressan eykst á þá. Þeir höfðu pottþétt lagt upp með að vera komnir í sæmilega þægilega stöðu á þessum tímapunkti.
48 24 : 27 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Úr horninu. Sending aftur fyrir bak frá Janusi.
47 24 : 26 - Mads Mensah (Danmörk) skoraði mark
Svarar strax.
47 23 : 26 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Janus klippti við Aron sem komst aleinn í gegn.
46 Rene Toft Hansen (Danmörk) á skot í slá
46 23 : 25 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Bombar í netið fyrir utan. Tveggja marka forskot
45 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Þessi var mikilvæg. Okkar menn manni færri.
45 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
Hans önnur brottvísun
45 23 : 24 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Lúmskot skot fyrir utan.
44 23 : 23 - Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skoraði mark
Úr horninu
43 Niklas Landin (Danmörk) rautt spjald
Landin fer í bað! Þetta er að ég held bara eins og reglurnar kveða á um. Úthlaupum markvarða er reynt að halda í skefjum sökum hættu á hættulegum árekstrum og höfuðáverkum.
43 Textalýsing
Leikurinn er stöðvaður. Landin fór út úr teignum og lenti hér um bil í árekstri við Ólaf. Nú er möguleg refsing fyrir markvörðinn skoðuð.
43 22 : 23 - Ólafur Guðmundsson (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup og kemur Íslandi yfir á ný.
43 Danmörk tapar boltanum
42 22 : 22 - Elvar Örn Jónsson (Ísland) skoraði mark
Lyfti sér upp á miðjunni.
42 Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skýtur framhjá
41 22 : 21 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot
41 22 : 20 - Magnus Saugstrup (Danmörk) skoraði mark
Af linunni
41 Aron Pálmarsson (Ísland) skýtur framhjá
40 Danmörk tapar boltanum
40 21 : 20 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan. Var á leið frá markinu en náði að koma boltanum í netið. Minnti á Guðjón Árnason í þessu tilfelli.
39 21 : 19 - Rasmus Lauge (Danmörk) skoraði mark
Gegnumbrot
38 20 : 19 - Bjarki Már Elísson (Ísland) skorar úr víti
38 Alexander Petersson (Ísland) fiskar víti
37 20 : 18 - Mikkel Hansen (Danmörk) skorar úr víti
37 Ýmir Örn Gíslason (Ísland) fékk 2 mínútur
37 Danmörk (Danmörk) fiskar víti
37 19 : 18 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni. Kári og Aron ná vel saman eins og oft áður.
36 19 : 17 - Mads Mensah (Danmörk) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Nú þarf að stöðva blæðinguna
36 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
36 18 : 17 - Michael Damgaard (Danmörk) skoraði mark
Gegnumbrot. Þriðja mark hans í röð og Danir komnir yfir aftur.
35 Ísland tapar boltanum
35 17 : 17 - Michael Damgaard (Danmörk) skoraði mark
Skot af gólfinu.
34 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skýtur framhjá
34 16 : 17 - Michael Damgaard (Danmörk) skoraði mark
33 15 : 17 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Jáááá. Eldsnöggur að skjóta yfir völlinn og í opið markið
33 Viktor Gísli Hallgrímsson (Ísland) varði skot
Ver sitt fyrsta skot á stórmóti A-landsliða. Ekki það síðasta.
32 Textalýsing
Viktor kominn í markið.
32 15 : 16 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Snýr boltann í netið af línunni
32 Niklas Landin (Danmörk) ver víti
Ver frá Arnóri. Vonandi er Landin ekki að komast í stuð. Ísland heldur boltanum
31 Danmörk (Danmörk) fékk 2 mínútur
Menn halda Kára ekki svo auðveldlega
31 Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) fiskar víti
31 Leikur hafinn
Ísland byrjar með boltann
30 Hálfleikur
Síðasta sókn Íslands rann út í sandinn og staðan er jöfn 15:15. Íslendingar mjög góðir í sókninni. Agaður sóknarleikur og Aron Pálmars í miklu stuði. Hefur ekki látið nægja að skora 7 mörk heldur er hann með 5 stoðsendingar að auki. Dönsku markverðirnir hafa varið fjögur skot sem eru góð tíðindi. Fyrir vikið hafa Danir ekki skorað að ráði úr hraðaupphlaupum. Björgvin er einnig með fjögur skot varin. Mikkel Hansen og Rasmus Lauge hafa farið mikinn í sókninni hjá Dönum. Hornaspil liðanna er nánast ekkert enn sem komið er og skytturnar sjá um að ljúka sóknunum. Elvar Örn byrjaði á miðjunni og Janus kom einnig inn á. Hvorugur hefur náð að ógna að ráði en aðalatriðið er að sóknirnar eru agaðar. Elvar og Ýmir byrjuðu í miðri vörninni. Aron fékk aðeins að hvíla sig og Ólafur Guðmunds kom inn á. Alexander fékk einnig aðeins að hvíla og Viggó kom inn á. Arnór og Guðjón hafa verið í hornunum allan tímann og Björgvin í markinu. Kári og Ýmir hafa báðir komið við sögu á línunni.
30 15 : 15 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
29 14 : 15 - Arnór Þór Gunnarsson (Ísland) skorar úr víti
"Klobbaði" Landin
29 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fiskar víti
29 Danmörk tapar boltanum
29 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
29 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
Ísland heldur boltanum
28 14 : 14 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
Ef Aron skorar þá vill Mikkel Hansen svara fyrir sig.
28 13 : 14 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Dönsku markverðirnir eiga ekki möguleika gegn honum í dag.
27 Danmörk tapar boltanum
Arnór fær ruðning í annað sinn. Er hann að verða sérfræðingur í þessu?
27 13 : 13 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Undirhandarskot.
26 Danmörk tapar boltanum
26 Alexander Petersson (Ísland) skýtur yfir
25 13 : 12 - Henrik Möllgaard (Danmörk) skoraði mark
Hröð sókn
25 Aron Pálmarsson (Ísland) skýtur framhjá
24 Ísland tekur leikhlé
Gummi tekur leikhlé
23 12 : 12 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
Skot fyrir utan. Virðist ekkert hafa fyrir þessu
23 11 : 12 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot. Ísland yfir í fyrsta sinn í leiknum.
23 Danmörk tapar boltanum
Arnór klókur og nældi í ruðning. Dýrmætt.
22 Elvar Örn Jónsson (Ísland) fékk 2 mínútur
22 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
En Danir halda boltanum
22 Danmörk tekur leikhlé
Nikolaj grípur inn í og tekur leikhlé.
22 11 : 11 - Ýmir Örn Gíslason (Ísland) skoraði mark
Hraðaupphlaup. Jafnt 11:11
21 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
21 Aron Pálmarsson (Ísland) á skot í slá
20 11 : 10 - Janus Daði Smárason (Ísland) skoraði mark
Af línunni
20 11 : 9 - Rasmus Lauge (Danmörk) skoraði mark
Lauge röltir í gegnum vörnina.
19 Mikkel Hansen (Danmörk) fékk 2 mínútur
Alexander náði sjálfum Hansen út af í leiðinni
19 10 : 9 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Fast skot.
19 Danmörk (Danmörk) skýtur framhjá
17 10 : 8 - Rasmus Lauge (Danmörk) skoraði mark
Þriðja markið hjá Rasmus Lauge
17 9 : 8 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Frábært skot fyrir utan
16 9 : 7 - Hans Óttar Lindberg (Danmörk) skoraði mark
Úr horninu
16 Niklas Landin (Danmörk) varði skot
15 8 : 7 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
Lyfti sér upp fyrir utan
15 7 : 7 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Fekk að fara inn fyrir punktalínu og negldi tuðrunni í netið
14 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
14 Jannick Green (Danmörk) varði skot
13 7 : 6 - Rasmus Lauge (Danmörk) skoraði mark
Rasmus Lauge eftir gegnumbrot
13 Ísland tapar boltanum
12 Danmörk tapar boltanum
11 6 : 6 - Guðjón Valur Sigurðsson (Ísland) skoraði mark
Hröð sókn
11 Björgvin Páll Gústavsson (Ísland) varði skot
11 Mikkel Hansen (Danmörk) á skot í slá
Danir halda boltanum
9 6 : 5 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Aron byrjar leikinn mjög vel
9 6 : 4 - Magnus Bramming (Danmörk) skoraði mark
Af línunni
8 5 : 4 - Aron Pálmarsson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot
8 5 : 3 - Mikkel Hansen (Danmörk) skorar úr víti
Fjögur mörk frá Hansen.
7 Danmörk (Danmörk) fiskar víti
6 4 : 3 - Alexander Petersson (Ísland) skoraði mark
Gegnumbrot.
6 4 : 2 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
Skot af gólfinu.
5 3 : 2 - Kári Kristján Kristjánsson (Ísland) skoraði mark
Af línunni eftir snilldarsendingu frá Aroni.
5 Danmörk (Danmörk) fékk 2 mínútur
Kári byrjaður að valda Dönum vandræðum.
4 3 : 1 - Mikkel Hansen (Danmörk) skorar úr víti
3 Danmörk (Danmörk) fiskar víti
3 2 : 1 - Arnór Þór Gunnarsson (Ísland) skorar úr víti
3 Ísland (Ísland) fiskar víti
2 2 : 0 - Rasmus Lauge (Danmörk) skoraði mark
Rasmus Lauge skoraði.
2 Elvar Örn Jónsson (Ísland) á skot í stöng
1 1 : 0 - Mikkel Hansen (Danmörk) skoraði mark
Skot fyrir utan
1 Leikur hafinn
Danir byrja með boltann. Elvar og Ýmir byrja í miðri vörninni.
0 Textalýsing
Nú styttist í að leikurinn hefjist. Leikmenn liðanna eru komnir út á völl en eiga eftir að hlýða á þjóðsöngvana áður en ballið byrjar.
0 Textalýsing
Dómarar leiksins koma frá Svartfjallalandi. Ivan Pavicevic og Milos Raznatovic.
0 Textalýsing
Ísland og Danmörk mættust síðast á stórmóti á HM í Katar árið 2015. Danir höfðu betur 30:25. Síðasti sigur Íslands gegn Danmörku á stórmóti kom á EM í Austurríki 2010.
0 Textalýsing
Holland vann Lettland í Noregi í dag 32:24. Erlingur Richardsson að gera fína hluti með hollenska liðið sem fagnaði sínum fyrsta sigri í lokakeppni EM karla frá upphafi.
0 Textalýsing
Fróðlegt verður að sjá hvort Mikkel Hansen, þekktasti leikmaður Dana og samherji Guðjóns hjá PSG, sé í sínu besta formi. Hann missti nokkuð úr á þessu keppnistímabili vegna höfuðáverka.
0 Textalýsing
Tvö lið komast áfram úr riðlinum. Danirnir þykja langlíklegastir til að ná efsta sætinu en fyrir fram er talið að lið Íslands, Ungverjalands og Rússlands séu nokkuð jöfn að styrkleika.
0 Textalýsing
Fyrri leiknum í riðli Íslands lauk með naumum sigri Ungverja 26:25 gegn Rússum.
0 Textalýsing
Leikurinn fer fram í Malmö Arena í Malmö. Glæsilegt mannvirki sem er heimavöllur íshokkíliðsins í borginni og tekur um 13 þúsund áhorfendur á íþróttaleikjum. Þar lék Ísland um 5. sæti á HM 2011. Tapaði þá fyrir Króatíu 33:34. Guðmundur var þá einnig þjálfari Íslands og fimm leikmenn sem nú eru í hópnum voru á skýrslu í þeim leik: Björgvin Páll, Guðjón Valur, Aron Pálmars, Alexander og Kári.
0 Textalýsing
Danir eru núverandi heims-og ólympíumeistarar. Unnu til gullverðlauna á ÓL í Ríó 2016 undir stjórn Guðmundar Þ. Guðmundssonar landsliðsþjálfara Íslands. Í fyrra urðu Danir heimseistarar á heimavelli. Ísland hafnaði í 11. sæti á HM í fyrra.
0 Textalýsing
Er þetta fyrsti leikur liðanna á EM 2020.
0 Textalýsing
Danmörk og Ísland mætast í seinni leik fyrstu umferðarinnar í E-riðli Evrópumóts karla í Malmö klukkan 17.15.
Sjá meira
Sjá allt
Dómarar: Ivan Pavicevic og Milos Raznatovic, Svartfjallalandi

Gangur leiksins: 3:2, 8:7, 11:10, 13:12, 30:31, 17:17, 21:20, 23:24, 26:28, 29:29, 30:31.

Lýsandi: Kristján Jónsson

Völlur: Malmö Arena
Áhorfendafjöldi: 10.593

Danmörk: Niklas Landin (M), Jannick Green (M). Niclas Kirkelökke, Magnus Bramming, Rasmus Lauge, Anders Zachariassen, Magnus Saugstrup, Hans Óttar Lindberg, Rene Toft Hansen, Henrik Möllgaard, Mads Mensah, Mikkel Hansen, Michael Damgaard, Lasse Andersson, Jacob Holm.

Ísland: Viktor Gísli Hallgrímsson (M), Björgvin Páll Gústavsson (M). Kári Kristján Kristjánsson, Aron Pálmarsson, Bjarki Már Elísson, Guðjón Valur Sigurðsson, Ýmir Örn Gíslason, Ólafur Guðmundsson, Alexander Petersson, Arnór Þór Gunnarsson, Arnar Freyr Arnarsson, Sigvaldi Björn Guðjónsson, Haukur Þrastarson, Elvar Örn Jónsson, Viggó Kristjánsson, Janus Daði Smárason.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert