Geir með fast skot á Guðmund?

Geir Sveinsson
Geir Sveinsson mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Geir Sveinsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og landsliðsþjálfari í handbolta, virðist skjóta föstu skoti á núverandi landsliðsþjálfarann Guðmund Guðmundsson í færslu sem hann skrifaði á Twitter.

„Var ekki „einhver“ að vorkenna sér að það hafi vantað einhverja í íslenska liðið?!“ skrifar Geir við færslu hjá danska handknattleiksmanninum Rasmus Boysen. Í henni greinir Boysen frá leikmönnum sem vantar í lið Svíþjóðar og Danmerkur, en Norðurlandaþjóðirnar mætast í úrslitaleik HM í dag.

Ætla má að Geir sé að skjóta á Guðmund, þar sem Guðmundur lýsti yfir í viðtölum á meðan á mótinu stóð að væntingar sem gerðar voru til íslenska liðsins væru ósanngjarnar þar sem marga lykilleikmenn vantaði í liðið.

Guðmundur tók við íslenska landsliðinu af Geir árið 2018 en Geir þjálfaði það frá 2016 til 2018. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert