Ömurleg viðbrögð Ungverja við faraldrinum

Björgvin Páll hefur tvívegis greinst með veiruna á Evrópumótinu.
Björgvin Páll hefur tvívegis greinst með veiruna á Evrópumótinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

„Ég held að Ung­verj­arn­ir hafi misst tök­in á þessu þegar við löbb­um inn á hót­elið í Búdapest,“ sagði Björg­vin Páll Gúst­avs­son, markvörður ís­lenska karla­landsliðsins í hand­knatt­leik, í sam­tali við Kast­ljós á RÚV í gær.

Björg­vin Páll greind­ist með kór­ónu­veiruna á miðviku­dag­inn í síðustu viku en losnaði úr ein­angr­un á mánu­dag­inn og var í leik­manna­hóp liðsins í 23:22-tap­inu gegn Króa­tíu í mill­iriðli I í Búdapest á Evr­ópu­mót­inu sem fram fer í Ung­verjalandi og Slóvakíu.

Hann greind­ist svo aft­ur með veiruna í gær og er nú kom­inn í ein­angr­un í Búdapest  í annað sinn síðan Evr­ópu­mótið hófst hinn 13. janú­ar.

„Við fór­um inn í okk­ar „búbblu“ á Grand hót­el 2. janú­ar og þar var allt til fyr­ir­mynd­ar. Hót­elið hérna í Búdapest var fullt af túrist­um sem voru ekki með grímu og ekki að spritta sig, í bland við ein­hver hand­boltalið. Við viss­um þá strax í hvað stefndi en við reynd­um eft­ir fremsta megni að spritta okk­ur og vera með hanska sem dæmi við morg­un­verðahlaðborðið.

Það kom því eng­um á óvart þegar fyrstu smit­in skutu upp koll­in­um í leik­manna­hópn­um. Viðbrögð Ung­verja við þess­um far­aldri hafa verið öm­ur­leg og þau bera vott um al­gjört virðing­ar­leysi gagn­vart hand­bolt­an­um. Seinni hluta móts­ins hef­ur voðal­ega lítið breyst en allt ut­an­um­hald er hræðilegt. Það virðist eng­inn vita neitt og all­ir þess­ir pró­fess­or­ar frá EHF og sér­fræðing­ar ráða ekk­ert við stöðuna,“ bætti Björg­vin Páll við í sam­tali við Kast­ljós.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Handbolti

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert