Neitaði dauðþreyttum fyrirliðanum um skiptingu

„Framlag leikmannanna á Evrópumótinu var stórkostlegt,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Íslenska karlalandsliðið hafnaði í sjötta sæti á nýliðnu Evrópumóti í Ungverjalandi og Slóvakíu en alls greindust ellefu leikmenn liðsins með kórónuveiruna á meðan mótinu stóð.

Það mæddi því ennþá meira á lykilmönnum íslenska liðsins eftir að aðrir leikmenn fóru að smitast af kórónuveirunna strax eftir riðlakeppnina.

„Ég gat varla skipt mönnum inn á í leiknum gegn Noregi um fimmta sætið því það var í raun bara enginn eftir,“ sagði Guðmundur.

„Ýmir var eini línumaðurinn sem var eftir og hann gat varla gengið. Hann bað einu sinni um skiptingu í leiknum og ég bara neitaði honum um það.

„Það er ekki hægt sagði ég við hann og ég er ennþá með móral yfir því,“ sagði Guðmundur meðal annars.

Viðtalið við Guðmund í heild sinni má nálgast með því að smella hér en þátturinn er í opinn öllum.

Ýmir Örn Gíslason tók við fyrirliðabandinu hjá íslenska liðinu eftir …
Ýmir Örn Gíslason tók við fyrirliðabandinu hjá íslenska liðinu eftir að Aron Pálmarsson greindist með kórónuveiruna. Ljósmynd/Szilvia Michellere
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert