Hver verður næsti landsliðsþjálfari?

Guðmundur Þ. Guðmundsson er landsliðsþjálfari.
Guðmundur Þ. Guðmundsson er landsliðsþjálfari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eftir vonbrigði íslenska landsliðsins á HM karla í handbolta eru þjálfaramál liðsins í umræðunni. Einhverjir vilja að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari, þar sem honum mistókst að koma íslenska liðinu í átta liða úrslit.

Það verður þó að teljast líklegt að Guðmundur verði áfram á EM í Þýskalandi á næsta ári, þar sem hann er samningsbundinn HSÍ út mótið. Eftir það verður mjög áhugavert að sjá hver stýrir liðinu. Það vantar ekki góða íslenska kosti, sem setur enn meiri pressu á Guðmund.

Dagur Sigurðsson, sem gerði Þýskaland að Evrópumeistara árið 2016, hefur verið þjálfari japanska landsliðsins frá árinu 2017. Hann verður samningslaus hjá japanska sambandinu á næsta ári. 

Alfreð Gíslason stýrði Íslandi frá 2006 til 2008 og er einn virtasti handboltaþjálfari heims. Hann er sem stendur þjálfari þýska landsliðsins, en er stoltur Íslendingur. Hann á íslenska unnustu og það gæti verið freistandi fyrir Alfreð að flytja heim, eftir tæpa þrjá áratugi í Þýskalandi.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert