Aron atkvæðamikill í toppslagnum

Aron Pálmarsson á EM í síðasta mánuði.
Aron Pálmarsson á EM í síðasta mánuði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handbolta, skoraði sex mörk og skapaði þrjú til viðbótar fyrir liðsfélaga sína í Aalborg þegar liðið lagði GOG, 30:26, í toppslag dönsku úrvalsdeildarinnar á heimavelli í dag.

Liðin voru efst og jöfn með 31 stig fyrir leikinn, fimm stigum á undan Bjerringbro/Silkeborg. Aalborg er því með tveggja stiga forskot á GOG að loknum 19 umferðum af 26.

Aron er sem kunnugt er á heimleið eftir tímabilið og mun leika með uppeldisfélaginu FH. Hann vill eflaust kveðja Álaborg á jákvæðum nótum og með titli.

Þá skoraði Tryggvi Þóris­son 1 mark í jafntefli Sävehof gegn Aranas á útivelli, 34:34, í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Sävehof er í öðru sæti deildarinnar með 33 stig, þremur stigum á eftir Kristianstad þegar sex umferðum er ólokið.

Tryggvi Þórisson skoraði 1 mark í dag.
Tryggvi Þórisson skoraði 1 mark í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert