„Hann er með þeim stærstu,“ sagði Arnar Freyr Theodórsson, umboðsmaður handboltamanna, í Fyrsta sætinu, íþróttahlaðvarpi mbl.is og Morgunblaðsins, þegar rætt var um landsliðsfyrirliðann Aron Pálmarsson.
Arnar Freyr, sem er 41 árs gamall, hefur verið umboðsmaður Arons frá árinu 2017 en hann þjálfaði hann einnig í yngri flokkum FH.
„Ég held að fólk hérna heima geri sér ekki grein fyrir því hversu stór hann er og frægur,“ sagði Arnar Freyr.
„Ég hef talað við endalaust af fólki í kringum þennan handboltaheim, undanfarin ár, og 95% af þeim tala um hann sem einn þann besta í sögunni,“ sagði Arnar Freyr meðal annars.
Hægt er að hlusta á umræðuna í heild í spilaranum hér fyrir ofan en þátturinn er einnig aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum.