Einar hættur með kvennaliðið

Einar Jónsson hefur þjálfað kvennaliðið ásamt Rakel Dögg Bragadóttur.
Einar Jónsson hefur þjálfað kvennaliðið ásamt Rakel Dögg Bragadóttur. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Handknattleiksþjálfarinn Einar Jónsson er hættur þjálfun kvennaliðs Fram í handbolta en hann mun halda áfram að þjálfa karlaliðið.

Handbolti.is greinir frá í dag. Einar stýrði kvennaliðinu í eitt ár er hann tók við starfinu af Stefáni Arnarsyni sem skipti yfir í Hauka.

Fram varð í öðru sæti úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni og féll úr leik gegn Haukum í undanúrslitum Íslandsmótsins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert