Sex mörk dugðu ekki til

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óðinn Þór Ríkharðsson átti fyrirtaks leik fyrir Kadetten Schaffhausen þegar liðið mátti sætta sig við tap fyrir Kriens, 30:32, í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi svissneska handboltans í Schaffhausen í dag.

Vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér svissneska meistaratitilinn. Kadetten byrjar á heimatapi og hefur því verk að vinna í næsta leik, sem fer fram í Kriens á fimmtudag.

Óðinn Þór var á meðal markahæstu manna í leiknum en hann skoraði sex mörk, þar af þrjú úr vítaköstum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert