Stian Pedersen vann töltið

Stian Pedersen.
Stian Pedersen. mbl.is/Eyþór
Eftir Eyþór Árnason í Hollandi

Mikil dramatík var í úrslitum töltsins á HM íslenska hestsins í Hollandi. Efsti maður í úrslitum og fyrirfram nánast öruggur sigurvegari, Jóhann R. Skúlason, missti skeifu í lok fyrri umferðar yfirferðarinnar. Jóhann náði þó að klára úrslitin með því að feta seinni hlutann og endaði fimmta sæti.

Þar sem Jóhann var út myndinni sem sigurvegari þá var keppnin orðin á milli Stian Pedersen og Þórarins Eymundssonar. Stian Hafði betur eftir að hafa sýnt mikla tilburði á yfirferðinni og er því nú tvöfaldur heimsmeistari, í tölti og fjórgangi.

Úrslit töltsins eru:

1. Stian Pedersen [WC] [NO] - Jarl frá Miðkrika 8,56

2. Þórarinn Eymundsson [IS] - Kraftur frá Bringu 8,39

3.-4. Birga Wild [DE] - Hákon vom Wiesenhof 7,95

3.-4. Alexandra Montan Gray [SE] - Bragi von Allenbach 7,95

5. Jóhann R Skúlason [WC] [IS] - Hvinur frá Holtsmúla 1 7,78

6. Helena Aðalsteinsdóttir [YR] [NO] - Seth fra Nøddegården 2 7,33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert