Stian Pedersen vann töltið

Stian Pedersen.
Stian Pedersen. mbl.is/Eyþór
Eft­ir Eyþór Árna­son í Hollandi

Mik­il drama­tík var í úr­slit­um tölts­ins á HM ís­lenska hests­ins í Hollandi. Efsti maður í úr­slit­um og fyr­ir­fram nán­ast ör­ugg­ur sig­ur­veg­ari, Jó­hann R. Skúla­son, missti skeifu í lok fyrri um­ferðar yf­ir­ferðar­inn­ar. Jó­hann náði þó að klára úr­slit­in með því að feta seinni hlut­ann og endaði fimmta sæti.

Þar sem Jó­hann var út mynd­inni sem sig­ur­veg­ari þá var keppn­in orðin á milli Stian Peder­sen og Þór­ar­ins Ey­munds­son­ar. Stian Hafði bet­ur eft­ir að hafa sýnt mikla til­b­urði á yf­ir­ferðinni og er því nú tvö­fald­ur heims­meist­ari, í tölti og fjór­gangi.

Úrslit tölts­ins eru:

1. Stian Peder­sen [WC] [NO] - Jarl frá Miðkrika 8,56

2. Þór­ar­inn Ey­munds­son [IS] - Kraft­ur frá Bringu 8,39

3.-4. Birga Wild [DE] - Há­kon vom Wiesen­hof 7,95

3.-4. Al­ex­andra Mont­an Gray [SE] - Bragi von Allen­bach 7,95

5. Jó­hann R Skúla­son [WC] [IS] - Hvin­ur frá Holts­múla 1 7,78

6. Helena Aðal­steins­dótt­ir [YR] [NO] - Seth fra Nød­degår­d­en 2 7,33

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert