Hestar og menn skemmta sér saman

Frá Landsmóti hestamanna
Frá Landsmóti hestamanna mbl.is/Ómar

Hestar og menn hvaðanæva af landinu sýna sig og sjá aðra á Gaddstaðaflötum á Hellu þar sem Landsmót hestamanna fer fram þessa dagana. Þúsundir áhugamanna um íslenska hestinn sækja landsmótið og þar ríkir mikið líf og fjör.

Úr sölu- og veitingatjöldum berst skvaldur og matarlykt en fyrir utan fyllir angan af heyi og hrossum vitin.

Sýningar og keppnir standa yfir frá morgni til kvölds. Þess á milli rölta menn um svæðið, heilsa upp á gamla kunningja og skiptast á sögum. Börnin una sér í návist skepnanna eða gleyma sér í leiktækjum. Þegar kvölda tekur safnast menn saman og njóta skemmtiatriða eða sameinast í söng á tjaldsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert