Um 11 til 12 þúsund á Landsmóti hestamanna

Mikill mannfjöldi er á Landsmóti hestamanna
Mikill mannfjöldi er á Landsmóti hestamanna



Áætlað er að um 11 til 12 þúsund manns séu nú sam­an­komn­ir í
blíðskap­ar­veðri á Lands­móti hesta­manna á Gaddstaðaflöt­um á Hellu. Einn af hápunkt­um dag­skrár­inn­ar í kvöld er úr­slita­keppni í tölti og einnig
verður reynt að setja nýtt heims­met í 100 metra skeiði, en þeim sem það
tekst fær að laun­um Toyota Hilux pall­bíl.

Skemmti­dag­skrá kvölds­ins er þétt­skipuð og lýk­ur með brekku­söng sem Jónsi og Ein­ar Örn í hljóm­sveit­inni Svört­um föt­um stjórna. Lands­mót­inu lýk­ur á morg­un, sunnu­dag, en þá fara fram úr­slit í öll­um keppn­is­grein­um.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert