Fróði sigurvegari í A-flokki gæðinga á Landsmótinu

Þá er Landsmóti hestamanna lokið. Því lauk með A-úrslitum í A-flokki gæðinga þar sem Fróði frá Staðartungu bar sigur úr býtum í sterkri keppni með 8,94.

Það var ansi blautt á landsmótsgestum en knapar og hestar létu það ekki á sig fá og voru með gríðarlega góðar sýningar. 

Í öðru sæti endaði Fláki frá Blesastöðum 1A með 8,88.

Hástökkvari A-flokksins var Lotta frá Hellu og Hans Þór Hilmarsson sem komu upp úr B-úrslitum í tólfta sæti og enduðu í fjórða sæti með 8,78 í einkunn. Lotta var eina hryssan í efstu fimmtán A-flokks-gæðingunum. 

Úrslitin fóru á þessa leið: 

1. Fróði frá Staðartungu, Sigurður Sigurðarson - 8,94

2. Fláki frá Blesastöðum 1A, Þórður Þorgeirsson 8,88

3. Stakkur frá Halldórsstöðum, Sigurbjörn Bárðarson - 8,86

4. Lotta frá Hellu, Hans Þór Hilmarsson - 8,78

5. Grunnur frá Grund II, Sigursteinn Sumarliðason - 8,73

6. Hringur frá Fossi, Sigurður Vignir Matthíasson - 8,71

7. Hnokki frá Þúfu, Mette Mannseth - 8,57

8. Sálmur frá Halakoti, Atli Guðmundsson - 8,47

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert