Misjafn kostnaður í hestaferðum

Um þessar mundir eru hestaferðir í gangi um allt land …
Um þessar mundir eru hestaferðir í gangi um allt land og virðist sem nokkur velta fjármuna fylgi þessari starfssemi. mbl.is

Um þessar mundir eru hestaferðir í gangi um allt land. Þetta er tíminn sem margir hestamenn bíða eftir til að komast út í náttúruna, inn til fjalla þar sem maður, hestur og umhverfið í kring verða eitt og hver dagur er ólíkur öðrum og mismunandi áskoranir að takast á við.

Blaðamaður ákvað gera örlitla úttekt á kostnaði vegna gistingar, bæði fyrir mann og hesta.

Mismunandi er hversu dýrt svefnpokapláss virðist vera í fjallaskálum. Á einum stað kostaði gistingin 4.000 kr. á manninn yfir nóttina. Á öðrum var skáli fyrir allt að 16 manns leigður út á 25.000 kr. óháð þeim fjölda sem gistir, en það gerir 1.563 kr./mann. Í báðum þessum húsum er salernis- og eldunaraðstaða. Á enn öðrum stað kostaði 3.500 kr. á manninn og á fjórða staðnum kostaði leiga á skála yfir sólarhringinn 25.000 kr. og þar geta gist 20 manns, en þar er þó ekki nærri eins góð aðstaða og ekki vatnssalerni, gisting á manninn 1.250 kr. ef skálinn er fullur. Í einum skálanum enn kostaði 2.500 kr. gistingin á manninn og 3.900 í þeim sjötta.

Meðalverð á hrossið rúmlega þúsund krónur á sólarhring

Mismunandi er hvað fólk þarf að greiða fyrir fóður í hrossin. Algengt verð virðist vera  11-13.000 kr. á stórbagga. Stórbagginn ætti að duga í eitt mál fyrir u.þ.b. 30 hross. Auk sölu á heyi á staðnum innheimta flestir aðstöðugjald ofan á, sem fer upp í kostnaðinn við að reisa og viðhalda gerði, girðingar, koma vatni í gerðin og svo framvegis. Hóflegt víðast hvar, á bilinu 80 kr. á hest og upp í 250 kr. á hest. Meðalverð fyrir hross þar sem tekið er girðingargjald og fyrir hey er um 1.080 kr. á hestinn. Á einum stað í þessu dæmi er bara tekið beitargjald og á öðrum er bara selt hey en ekkert girðingargjald tekið.

Tíu manna hópur skilur um 700.000 kr. eftir sig á viku ferðalagi

Ef sett er upp dæmi þar sem 10 manna ferðahópur með 30 hross færi í sjö daga ferð með viðkomu í þeim sex skálum sem skoðaðir voru yrði kostnaður á hvern mann 36.000 kr. á manninn þessa vikuna bara fyrir gistingu og kostnað við hrossin. Þá á auðvitað eftir að bæta við kostnaði við bíl og mann á hann alla ferðina; kostnaði við mat í sjö daga; kostnaði við skeifur og fleira. Ferðakostnaður fyrir mann með þrjú hross í sjö daga ferð hleypur því varla á minna en 60-70.000 kr. að því gefnu að hóflega sé gert við sig í mat og drykk.

10 manna ferðahópur skilar því í veltu í hagkerfinu um eða yfir 700.000 kr. fyrir viku ferð á hestum og þá er bara tekinn með breytilegur kostnaður, en ekki kostnaður sem liggur í hrossum, búnaði eða bíl og kerru vegna ferðarinnar.

Margir vita fátt betra en að eyða sumrinu úti í …
Margir vita fátt betra en að eyða sumrinu úti í náttúruninni á hestbaki. mbl.is/Styrmir Kári
Hestamennskan er í sókn á Íslandi og hestaferðir eru stór …
Hestamennskan er í sókn á Íslandi og hestaferðir eru stór þáttur margra hestamanna á sumrin. Árni Sæberg
Hestaferðahópur í Mýrdalnum.
Hestaferðahópur í Mýrdalnum. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert