Ásmundur Ernir Snorrason á Rey frá Melabergi varð Íslandsmeistari í tölti ungmenna með einkunnina 7,83 á Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna sem lauk á Hellu nú á fjórða tímanum. Mótið gekk einstaklega vel og lék veðrið við mótsgesti allan tímann.
Hart var barist um efsta sætið og í öðru sæti varð Kári Steinsson á Tón frá Melkoti með einkunnina 7,78, einungis 0,05 frá efsta sætinu. Þriðja varð Arna Ýr Guðnadóttir á Þrótti frá Fróni með 7,44.
1 | Ásmundur Ernir Snorrason / Reyr frá Melabergi | 7,83 | |||
2 | Kári Steinsson / Tónn frá Melkoti | 7,78 | |||
3 | Arna Ýr Guðnadóttir / Þróttur frá Fróni | 7,44 | |||
4 | Elsa Hreggviðsdóttir Mandal / Grýta frá Garðabæ | 7,39 | |||
5 | Ragnar Tómasson / Sleipnir frá Árnanesi | 7,33 | |||
6 | Emil Fredsgaard Obelitz / Nýey frá Feti | 7,06 |