<span><span>„Íslenski hesturinn er klárlega að stækka,“ sagði Pétur Halldórsson sýningastjóri kynbótahrossa á landsmóti. Fyrir </span><span>nokkrum</span><span> árum tók Pétur saman gögn úr mælingu hrossa á kynbótasýningum. Samkvæmt þeim þá var meðalstærð stóðhesta 141 sentímetri</span><span> </span><span>á herðakamb, </span><span>mæl</span><span>t </span><span>á stöng</span><span>,</span><span> og voru hryssurnar </span><span>litlu</span><span> minni eða um 139</span><span>-140 </span><span>sentímetrar á hæð. Þegar hross fara í sýningu þá er m.a. hæð þeirra mæld.</span></span>
Athygli vakti að einn stóðhestur á landsmótinu, Svaði frá Hólum, mældist 153 sentímetrar á herðakamb. Metthe Maneseth, knapi hestsins, segir stærðina ekki há honum en vissulega þurfi hestar sem eru jafn stórir og hann lengri tíma til að byggja upp vöðva til að klára stórar hreyfingar. Metthe tekur í sama streng og Pétur og segir íslenska hesta fara stækkandi og nefnir einnig gott atlæti sem m.a. eina hugsanlegu skýringuna.