Markvörðurinn Jens Lehmann reyndist hetja Þjóðverja er þeir slógu Argentínumenn út í átta liða úrslitum á HM í dag. Lehmann varði tvær vítaspyrnur en staðan eftir framlengingu var 1:1. Það voru þeir Roberto Ayala og Esteban Cambiasso sem mistnotu sínar spyrnur en Þjóðverjar skoruðu úr fjórum spyrnum. Úrslitin því 5:3 fyrir Þjóðverja samanlagt. Argentínumenn komust í 1:0 í upphafi síðari hálfleiks með skallamarki frá Ayala en Miroslav Klose jafnaði þegar tíu mínútur lifðu af leiknum, einnig með skalla.