Argentínumenn féllu úr keppni eftir vítaspyrnukeppni

Jens Lehmann varði tvær af fjórum vítaspyrnum Argentínu.
Jens Lehmann varði tvær af fjórum vítaspyrnum Argentínu. Reuters

Markvörðurinn Jens Lehmann reyndist hetja Þjóðverja er þeir slógu Argentínumenn út í átta liða úrslitum á HM í dag. Lehmann varði tvær vítaspyrnur en staðan eftir framlengingu var 1:1. Það voru þeir Roberto Ayala og Esteban Cambiasso sem mistnotu sínar spyrnur en Þjóðverjar skoruðu úr fjórum spyrnum. Úrslitin því 5:3 fyrir Þjóðverja samanlagt. Argentínumenn komust í 1:0 í upphafi síðari hálfleiks með skallamarki frá Ayala en Miroslav Klose jafnaði þegar tíu mínútur lifðu af leiknum, einnig með skalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert