Bjarni Þór og Eyjólfur hvíla

Bjarni Þór Viðarsson verður ekki í leikmannahópnum gegn Dönum í …
Bjarni Þór Viðarsson verður ekki í leikmannahópnum gegn Dönum í kvöld. Eggert Jóhannesson

Nýliðarnir Bjarni Þór Viðarsson og Eyjólfur Héðinsson verða ekki í leikmannahópi íslenska landsliðsins í leiknum gegn Dönum á Parken í kvöld. Ólafur Jóhannsson landsliðsþjálfari valdi 20 manna hóp fyrir leikinn en aðeins er heimilt að vera með 18 menn á leikskýrslu og það kemur í hlut Bjarna og Eyjólfs að sitja í áhorfendastúkunni.

Fjölmargir Íslendingar eru mættir til Kaupmannahafnar gagngert til að fylgjast með leiknum en auk þeirra ætla margir Íslendingar búsettir í Danmörku og víðar á Norðurlöndum að mæta á leikinn og styðja við bakið á íslenska liðinu.

Stuðningsmannaklúbbur íslenska landsliðsins, Áfram Ísland klúbburinn, hefur skipulagt upphitun í samvinnu við Icelandair og hófst upphitunin klukkan 14 að íslenskum tíma á staðnum Club Renóme sem stendur við Vesterbrogade en staðurinn er í eigu Íslendings.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert