Sameinast um að sýna frá HM

Suður-Afríka mun halda HM í knattspyrnu í sumar.
Suður-Afríka mun halda HM í knattspyrnu í sumar. Reuters

Rík­is­út­varpið og Stöð 2 Sport hafa gert sam­starfs­samn­ing um að sýna alla leik­ina í heims­meist­ara­keppn­inni í knatt­spyrnu beint í sum­ar en RÚV hafði tryggt sér sýn­ing­ar­rétt­inn á viðburðinum.

Í til­kynn­ingu frá Rík­is­út­varp­inu og 365 miðlum seg­ir, að Stöð 2 Sport fái með samn­ingn­um góða viðbót við dag­skrá sína og samn­ing­ur­inn létti á RÚV fjár­hags­lega.

Heims­meist­ara­keppn­in í Suður-Afr­íku stend­ur frá 11. júní til 11. júlí og verða alls leikn­ir leik­ir. Sjón­varpið frum­sýn­ir 46 leiki heims­meist­ara­keppn­inn­ar og Stöð 2 Sport frum­sýn­ir 18 leiki. Báðar stöðvarn­ar munu meðan á keppn­inni stend­ur end­ur­sýna alla leik­ina 64 auk þess sem leikj­un­um verður gerð ít­ar­leg skil í sam­an­tekt­arþátt­um.

Sjón­varpið sýn­ir opn­un­ar­leik­inn milli Suður-Afr­íku og Mexí­kó kl. 14.00 þann 11. júní. Strax dag­inn eft­ir mun Stöð 2 Sport senda út leik Suður-Kór­eu og Grikk­lands. Sjón­varpið send­ir næstu daga út þá leiki sem fram fara kl. 14.00 og 18.30, alls 22 leiki en Stöð 2 Sport þá leiki sem fram fara kl. 11.30, alls 10 leiki. Á tíma­bil­inu frá 22. - 25. júní, fara síðustu leik­ir riðlakeppn­inn­ar fram, tveir leik­ir sam­tím­is hvern dag. Sjón­varpið sýn­ir leik­ina: Frakk­land – Suður-Afr­íka, Grikk­land – Arg­entína, Slóven­ía – Eng­land, Gh­ana – Þýska­land, Slóvakía – Ítal­ía, Kam­erún – Hol­land, Portúgal – Bras­il­ía og Chile – Spánn. Á Stöð 2 Sport verður boðið upp á Mexí­kó – Úrúg­væ, Níg­er­ía – Suður-Kórea, Banda­rík­in – Als­ír, Ástr­al­ía – Serbía, Parag­væ – Nýja Sjá­land, Dan­mörk – Jap­an, Norður-Kórea – Fíla­beins­strönd­in og Sviss – Hond­úras. Eft­ir þetta fær­ast bein­ar út­send­ing­ar aft­ur í Sjón­varpið ein­göngu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert