Ferguson afskrifar Englendinga í titilbaráttunni

Alex Ferguson.
Alex Ferguson. Reuters

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United hefur ekki trú á að Englendingar geti hampað heimsmeistaratitlinum í Suður-Afríku í sumar. Hann telur Brasilíumenn og Spánverja sigurstranglegasta og þá hefur hann trú á að Serbar geti komið á óvart.

,,Ég tel að enska liðið með Fabio Capello geti blandað sér í baráttuna en ég tel ekki að það geti farið alla leið og unnið titilinn. Spánn og Braslía eru sigurstranglegust, ég hef trú að Serbar geti gert góða hlut, Portúgalar hafa burði til að fara langt með vinn minn Carlos Queiroz við stjórnvölinn og Ronaldo í liðinu sem ég tel vera besta fótboltamann í heimi. Þá verða Ítalir sterkir eins og ávallt,“ segir Ferguson.






mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert