Auðveldast að mæta Englendingum

Jonathan Spector leikur listir sínar á æfingu bandaríska liðsins.
Jonathan Spector leikur listir sínar á æfingu bandaríska liðsins. Reuters

Jonathan Spector, varnarmaður West Ham og bandaríska landsliðsins í knattspyrnu, segir að fyrir Bandaríkjamenn verði auðveldast að mæta Englendingum á HM í Suður-Afríku. Liðin eigast við annað kvöld.

„Það má segja að þetta sé auðveldasti leikurinn því það er engin pressa á okkur að sigra. Það býst enginn við neinu af okkur í þessum leik en í hinum tveimur leikjunum verður allt undir," sagði Spector við BBC. Hin tvö liðin í riðlinum eru Alsír og Slóvenía.

„Ef okkur tekst að vinna Englendinga getum við borið höfuðið hátt allan næsta  vetur. Við höfum alla trú á að geta komist áfram, heima í Bandaríkjunum eru engar væntingar gerðar til okkar svo pressan kemur öll frá okkur sjálfum. Almenningur veit þó af okkur og við viljum halda þeirri athygli með því að standa okkur vel á HM," sagði Spector, sem er 24 ára varnarmaður og var í röðum Manchester United í þrjú ár en hefur verið leikmaður West Ham frá 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert