Bendtner ekki með gegn Hollendingum

Nicklas Bendtner í sólinni í Suður-Afríku.
Nicklas Bendtner í sólinni í Suður-Afríku. Reuters

Danir verða án framherjans stóra og stæðilega, Nicklas Bendtner, þegar þeir mæta Hollendingum í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu á mánudaginn.

Bendtner, sem leikur með Arsenal, hefur átt við meiðsli að stríða í nára og hefur lítið tekið þátt í síðustu æfingum liðsins. Morten Olsen landsliðsþjálfari Dana sagði við fréttamenn í morgun að hann reiknaði ekki með því að Bendtner gæti spilað en Danir eru í riðli með Hollendingum, Kamerúnum og Japönum.

Hinn hálf íslenski Jon Dahl Tomasson mun líklega fylla skarð Bendtners í framlínunni og þar er enginn aukvissi á ferðinni. Tomasson hefur skorað 51 mark fyrir þjóð sína og skortir aðeins eitt mark til að jafna markametið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert