Jafntefli í opnunarleik HM

Siphiwe Tshabalala skorar fyrsta mark HM fyrir Suður-Afríku gegn Mexíkó.
Siphiwe Tshabalala skorar fyrsta mark HM fyrir Suður-Afríku gegn Mexíkó.

Suður-Afríka og Mexíkó mættust í opnunarleik heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku klukkan 14. Suður Afríka komst í 1:0 þegar Siphiwe Tshabalala skoraði fyrsta mark keppninnar á 55. mínútu. Hinn þrautreyndi Mexíkói Rafael Márquez jafnaði á 79. mínútu. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Suður-Afríku: 16 Khune - 2 Gaxa, 4 Mokoena, 8 Tshabalala, 9 Mphela, 10 Pienaar, 11 Modise, 12 Letsholonyane, 13 Dikgacoi, 15 Thwala, 20 Khumalo.

Lið Mexíkó: 1 Pérez - 2 Rodríguez, 3 Salcido, 4 Márquez, 5 Osorio, 6 Torrado, 9 Franco, 11 Vela, 12 Aguilar, 16 Juárez, 17 Giovani.

Mexíkóinn Carlos Salcido með boltann en Siboniso Gaxa leikmaður Suður-Afríku …
Mexíkóinn Carlos Salcido með boltann en Siboniso Gaxa leikmaður Suður-Afríku sækir að honum í leiknum í dag. Reuters
Suður-Afríka 1:1 Mexíkó opna loka
90. mín. Katlego Mphela (Suður-Afríka) á skot í stöng Slapp skyndilega einn á móti markverði en skotið fór í stöngina. Þarna sluppu Mexíkóar með skrekkinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert