Ganamenn voru fyrstir Afríkuþjóða til að hrósa sigri á heimsmeistaramótinu. Gana hafði betur gegn Serbíu, 1:0, og skoraði Asamoah Gyan sigurmarkið út vítaspyrnu þegar um 10 mínútur voru til leiksloka.
Sigur Ganamanna var sanngjarn en þeir voru betri aðilinn lengst af leiksins. Serbar missu mann af velli með rautt spjald þegar Aleksandar Lukovic fékk að líta sitt annað gula spjald á 74. mínútu og á 84. mínútu fengu Ganamenn vítaspyrnu þegar Kuzmanovic slæmdi hendinni klaufalega í boltann með hendinni innan teigs og Asaoah Gyan var öruggur á vítapunktinum.
Lið Serbíu: 1 Stjojkovic - 3 Kolorov 5 Vidic 6 Ivanovic 9 Pantelic 10 Stankovic 11 Milijas 13 Lukovic 14 Joanovic 15 Zigic 17 Krasic. Varamenn: 2 Rukavina 4 Kaar, 7 Tosic 8 Lazovic, 12 Isailovic 16 Obradovic 18 Ninkovic 20 Subotic 21 Mrdja 22 Kuzmanovic 23 Uric.
Lið Gana: 22 Kingson - 2 Sarpei 3 A.Gyan 4 Pantil5 Menash 6 Annan 12 Tagoe 13 A.Ayew 15 Vorash 21 K.Asamoach 23 Prince. Varamenn: 1 Agyei 7 Inkoom 8 Jonathan 9 D.Boateng 10 S.Appiah 11 Muntari 14 Amoah 16 Ahorlu 17 I.Ayew 18 Adiyah 19 Addy 20 Owusu Abeyie.