Gana fyrsta Afríkuþjóðin til að fagna sigri

Asamoah Gyan fagnar marki sínu gegn Serbum í dag.
Asamoah Gyan fagnar marki sínu gegn Serbum í dag. Reuters

Gana­menn voru fyrst­ir Afr­íkuþjóða til að hrósa sigri á heims­meist­ara­mót­inu. Gana hafði bet­ur gegn Serbíu, 1:0, og skoraði Asamoah Gyan sig­ur­markið út víta­spyrnu þegar um 10 mín­út­ur voru til leiks­loka.

Sig­ur Gana­manna var sann­gjarn en þeir voru betri aðil­inn lengst af leiks­ins. Ser­bar missu mann af velli með rautt spjald þegar Al­eks­and­ar Lukovic fékk að líta sitt annað gula spjald á 74. mín­útu og á 84. mín­útu fengu Gana­menn víta­spyrnu þegar Kuzmanovic slæmdi hend­inni klaufa­lega í bolt­ann með hend­inni inn­an teigs og Asa­oah Gyan var ör­ugg­ur á víta­punkt­in­um.

Lið Serbíu:  1 Stjoj­kovic - 3 Kol­orov 5 Vidic 6 Ivanovic 9 Pan­telic 10 Stan­kovic 11 Milijas 13 Lukovic 14 Joanovic 15 Zigic 17 Krasic. Vara­menn: 2 Ruka­vina 4 Kaar, 7 Tosic 8 Lazovic, 12 Isai­lovic 16 Obra­dovic 18 Nin­kovic 20 Su­botic 21 Mr­dja 22 Kuzmanovic 23 Uric.

Lið Gana:  22 King­son - 2 Sarpei 3 A.Gyan 4 Pan­til5 Men­ash 6 Ann­an 12 Tagoe 13 A.Ayew 15 Vorash 21 K.Asamoach 23 Prince. Vara­menn: 1 Agyei 7 In­koom 8 Jon­ath­an 9 D.Boa­teng 10 S.Appiah 11 Munt­ari 14 Amoah 16 Ahorlu 17 I.Ayew 18 Adiyah 19 Addy 20 Owusu Abeyie.

Serbía 0:1 Gana opna loka
Mörk
skorar úr víti Asamoah Gyan (84. mín.)
fær gult spjald Nikola Zigic (19. mín.)
fær gult spjald Aleksandar Lukovic (56. mín.)
fær rautt spjald Aleksandar Lukovic (74. mín.)
fær gult spjald Zdravko Kuzmanovic (83. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Isaac Vorsah (25. mín.)
fær gult spjald Prince Tagoe (88. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Sanngjarn sigur hjá Ganamönnum.
90 Quincy Owusu-Abeyie (Gana) kemur inn á
90 Asamoah Gyan (Gana) fer af velli
90 Asamoah Gyan (Gana) á skot í stöng
Frábærlega gert hjá Gyan en skotið í innanverða stöngina.
90 Lee Addy (Gana) kemur inn á
90 Kevin-Prince Boateng (Gana) fer af velli
90
Uppbótartíminn er 3 mínútur.
88 Prince Tagoe (Gana) fær gult spjald
87 Zdravko Kuzmanovic (Serbía) á skot framhjá
Skotið hjá Kuzmanovic hátt yfir markið. Þarna hefði hann getað bætt fyrir vítaspyrnuna sem hann gaf Ganamönnum.
86 Serbía fær hornspyrnu
84 MARK! Asamoah Gyan (Gana) skorar úr víti
Gyan skorar af miklu öryggi úr vítaspyrnu sem réttilega var dæmd á Kuzmanovic fyrir að slæma hendinni í boltann. Gyan er þar með fyrsti sóknarmaðurinn sem skorar á HM. Það þurfti vítaspyrnu til.
83 Zdravko Kuzmanovic (Serbía) fær gult spjald
83 Gana fær víti
81 Branislav Ivanovic (Serbía) á skot framhjá
Gott skot hjá barkverði Chelsea-liðsins en boltinn naumlega yfir markið eftir snarpa sókn Serbanna.
79 Nemanja Vidic (Serbía) á skalla sem fer framhjá
Vidic skallaði rétt yfir eftir hornspyrnuna. Manni færri hafa Serbar stappað í sig stálinu.
78 Milos Krasic (Serbía) á skot sem er varið
Góð sókn hjá Serbum sem endaði með þrumuskoti frá Krasic en skotið fór beint á markvörð Gana sem sló hann í horn.
77
Nú er það lokaspretturinn. Úr því sem komið er hljóta Serbar að sætta sig við eitt stig en manni fleiri vilja Afríkumennirnir hirða öll stigin.
75 Neven Subotic (Serbía) kemur inn á
75 Milan Jovanovic (Serbía) fer af velli
74 Aleksandar Lukovic (Serbía) fær rautt spjald
Anna gula spjaldið hjá vinstri bakverðinum. Ganamenn leika manni fleiri síðustu 20 mínútur leiksins og ættu að geta fært sér það í nyt.
73 Stephen Appiah (Gana) kemur inn á
73 Kwadwo Asamoah (Gana) fer af velli
71 Serbía fær hornspyrnu
69 Danko Lazovic (Serbía) kemur inn á
69 Nikola Zigic (Serbía) fer af velli
68 Nikola Zigic (Serbía) á skalla sem fer framhjá
Kollspyrnan frá Zigic fór framhjá. Þetta er það síðasta sem hann framkvæmir í leiknum. Risinn er kallaður af velli.
62 Zdravko Kuzmanovic (Serbía) kemur inn á
62 Nenad Milijas (Serbía) fer af velli
60 Asamoah Gyan (Gana) á skalla sem fer framhjá
Gyan var nálægt því að koma Ganamönnum í forystu en skalli hans fór í stöng og framhjá. Leikurinn er fjörugur þessa stundina og færi á báða bóga.
56 Andre Ayew (Gana) á skot framhjá
Ganamenn hafa tekið frumkvæðið aftur eftir ágæta byrjun Serbana í byrjun seinni hálfleis. Ayew átti ágæta skottilraun sem skotið vel framhjá.
56 Aleksandar Lukovic (Serbía) fær gult spjald
55 Kevin-Prince Boateng (Gana) á skot framhjá
Skotið frá Boateng fór hátt yfir markið.
55 Gana fær hornspyrnu
54 Andre Ayew (Gana) á skalla sem fer framhjá
Besta færið í leiknum. Skalli Ayew fór rétt framhjá markinu.
50 Milan Jovanovic (Serbía) á skot framhjá
Sebar hafa örugglega fengið hressilega ræðu frá þjálfaranum í hálfleik. Þeir hafa mætt til leiks í seinni hálfleikinn mun grimmari en í þeim fyrri. Skot Jovanovic úr þröngu færi fór framhjá.
46 Leikur hafinn
Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleiknum.
45 Hálfleikur
Hector Baldassi góður dómari leiksins hefur flautað til leikhlés. Ungt og sprækt Ganalið hefur verið betra liðið. Sebar hafa valdið vonbriðum með þunglamalegum leik.
38 Dejan Stankovic (Serbía) á skot sem er varið
Ágæt sókn hjá Serbum sem lauk með skoti frá Stankovic af um 20 metra færi. Boltinn fór beint á markvörð Gana sem átti þó í smá vandræðum með að handsama hann eins og fleiri kollegar hans hafa lent í.
35 Serbía fær hornspyrnu
Fyrsta hornspyrnan sem Serbar frá leiknum.
31 Marko Pantelic (Serbía) á skot framhjá
Hættulaust skot utan af kanti frá Pantelic. Leikurinn er mikið fyrir augað þessa stundina.
30
Leikaðferð Serba gengur út á að reyna að finna risann Nikola Zigic. Þeir beita háum og löngum sendingum sem hafa ekki gengið hingað til.
28 Aleksandar Kolarov (Serbía) á skot framhjá
Skot Kolarovs beint úr aukaspyrnu var ágætt en boltinn framhjá markinu.
25 Isaac Vorsah (Gana) fær gult spjald
22
Serbum gengur illa að ná tökum á leik sínum. Ganamenn eru vel skipulagðir og hafa verið sterkari aðilinn fram að þessu.
19
Skalli Mensah eftir aukaspyrnu fór vel framhjá.
19 Nikola Zigic (Serbía) fær gult spjald
Hinn 2 metra hái Zigic leikmaður Birmingham á Englandi fær fyrstur leikmanna að líta gula spjaldið.
16
Athyglisverð tölfræði. Mörkin átta sem hafa verið skoruð á HM hafa öll verð gerð af varnar- og miðjumönnum. Skildi það breytast í dag?
15 Gana fær hornspyrnu
Þung sókn hjá Gana þessar mínútur.
14 Gana fær hornspyrnu
12
Ganamenn hafa byrjað öllu betur en færin hafa ekki litið dagsins ljós enn sem komið er.
11 Gana fær hornspyrnu
4
Þjálfarar beggja liða eru Serbar. Radomir Antic er við stjórnvölinn hjá Serbum og landi hans Milovan Rajevac stýrir Ganamönnum.
3 Asamoah Gyan (Gana) á skot framhjá
Gyan með skot úr aukaspyrnu rétt utan teigsins en skotið fór vel yfir markið.
2 Anthony Annan (Gana) á skot framhjá
Fín byrjun á leiknum. Skotið hjá Annan er af löngu færi en framhjá markinu.
1 Marko Pantelic (Serbía) á skot framhjá
Þrumufleygur af löngu færi en boltinn vel yfir markið.
1 Leikur hafinn
Sjöundi leikurinn á HM er hafinn. Í leikjunum sex sem er lokið hafa verið skoruð 8 mörk.
0
Sebar anda léttar því Namanja Vidic miðvörðurinn öflugi í liði Manchester United hefur jafnað sig af veikindum og er klár í slaginn.
0
Athygli vekur að Sulley Muntari leikmaður Evrópu- og Ítalíumeistara Inter hefur leik á bekknum hjá Ganamönnum.
0
Serbar eru 15. sæti á FIFA listanum. Þeir mættu Kamerúnum í æfingaleik í síðustu viku og höfðu betur í miklum markaleik, 4:3. Krasic, Stankovic, Milijas og Pantelic gerðu mörkin sem komu öll í fyrrihálfleik.
0
Ganamenn er í 32. sæti á hinum margfræga FIFA lista. Þeir hiruðu upp fyrir HM með því að leggja Letta að velli, 1:0. Owusu-Abeyie skoraði sigurmarkið undir lok leiksins.
0
,,Við söknum Michael Essien en ég hef trú á að mínir hafi séu færir um að vinna Serbana. Guð er með okkur í liði," segir Ato Kwabena stuðningsmaður Ganamanna í viðtali við frönsku AFP fréttastofuna.
0
Serbía og Gana eru í D-riðli ásamt Þýskalandi og Ástralíu sem eigast við klukkan 18.30 í kvöld.
0
Sautján af 23 leikmönnum Gana spila með evrópskum liðum. Þrír í heimalandinu og hinir í Egyptalandi, Suður-Afríku og Katar. Fjórir leika á Ítalíu. þrír í Englandi, þrír í Þýskalandi og þrír ír Frakklandi. Í ensku liðunum eru það John Pantsil hjá Fulham, Kevin-Prince Boateng hjá Portsmouth og markvörðurinn Richard Kingson hjá Wigan. Ganamenn sakna Michaels Essiens, miðjumanns Chelsea, sem er meiddur.
0
Gana leikur nú á HM í annað sinn. Liðið var með í Þýskalandi 2006 og komst þá í 16-liða úrslitin þar sem það tapaði 0:3 fyrir Brasilíu.
0
Aðeins tveir í 23 leikmanna hópi Serba leika með liðum í heimalandi sínu. Hinir dreifast víðsvegar um Evrópu. Sex leika með enskum liðum og fjórir með þýskum. Í Englandi leika Nemanja Vidic og Zoran Tosic með Manchester United, Branislav Ivanovic með Chelsea, Nenad Milijas með Wolves, Milan Jovanovic með Liverpool og Nikola Zigic með Birmingham. Leikjahæstur er Dejan Stankovic, leikmaður Evrópumeistara Inter Mílanó, með 88 landsleiki.
0
Serbía er á HM í fyrsta skipti undir eigin merkjum. Serbía og Svartfjallaland léku á HM 2006 og þar á undan komst Júgóslavía 9 sinnum á HM. Besti árangur Júgóslava var 4. sætið 1930 og 1962.
Sjá meira
Sjá allt

Serbía: (M), .
Varamenn: (M), .

Gana: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Gana 8 (2) - Serbía 10 (2)
Horn: Gana 4 - Serbía 3.

Lýsandi:
Völlur: Loftus Versfeld Stadium, Pretoria

Leikur hefst
13. júní 2010 14:00

Aðstæður:
Sól, 21 stigs hiti, vindur 8,4 m/sek, rakastig 43%. Völlurinn blautur.

Dómari: Hector Baldassi, Argentínu
Aðstoðardómarar: Ricardo Casas og Hernan Maidana, báðir frá Argentínu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert