Löw: Yfirburðir allan leikinn

Löw var snyrtilegur til fara í Suður-Afríku í kvöld.
Löw var snyrtilegur til fara í Suður-Afríku í kvöld. Reuters

Joachim Löw þjálfari þýska karlalandsliðsins í knattspyrnu var hæstánægður með frammistöðuna í fyrsta leik liðsins á HM í Suður-Afríku þar sem Þjóðverjar unnu 4:0 sigur á Áströlum.

„Við sýndum mikla yfirburði allan leikinn. Ástralir voru frekar varnarsinnaðir svo við reyndum að brjóta leikinn upp með því að hafa Podolski, Klose, Özil, Müller og Sami Khedira framar á vellinum og nota stutt spil,“ sagði Löw.

„Þetta olli áströlsku vörninni vandræðum þó þar væru tíu leikmenn í vörn. Menn komast ekki einir í gegnum slíka vörn en það er hægt með góðu spili. Við vorum góðir með boltann og bjuggum til falleg mörk, en við getum enn bætt okkur,“  sagði Löw og nefndi til dæmis að vörnin hefði mátt loka betur svæðinu sem skapast oft á milli varnarmanna og miðjumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert