Þjóðverjar byrjuðu með látum

Lukas Podolski fagnar eftir að hafa komið Þjóðverjum yfir í …
Lukas Podolski fagnar eftir að hafa komið Þjóðverjum yfir í kvöld. Reuters

Þýskaland og Ástralía mættust í D-riðli heimsmeistarakeppni karla í fótbolta klukkan 18.30 í Durban í Suður-Afríku. Þjóðverjar sýndu styrk sinn og sigruðu 4:0 eftir að hafa verið 2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik. Ástralinn Tim Cahill var rekinn af leikvelli snemma í síðari hálfleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Þýskalands: Neuer  Friedrich, Khedira, Schweinsteiger, Özil, Podolski, Klose, Müller, Badstuber, Lahm, Mertesacker.
Varamenn: Jansen, Aogo, Tasci, Kiessling, Wiese, Trochowski, Kroos, Cacau, Boateng, Marin, Butt, Gómez.

Lið Ástralíu: Schwarzer - Neill, Moore, Cahill, Culina, Emerton, Wilkshire, Chipperfield, Grella, Valeri, García.
Varamenn: Beauchamp, Kennedy, Kewell, Federici, Holman, Jedinak, Rukavytsya, Galekovic, Milligan, Carney, Vidosic, Bresciano.

Þýskaland 4:0 Ástralía opna loka
90. mín. Ástralía fær hornspyrnu
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert