Vuvuzela bannað á leikjum HM?

Blásið í vuvuzela á leik á HM.
Blásið í vuvuzela á leik á HM. Reuters

Danny Jor­da­an, fram­kvæmda­stjóri heims­meist­ara­keppn­inn­ar í fót­bolta í Suður-Afr­íku, seg­ir að vel komi til greina að banna vu­vuzela-lúðrana á leikj­um keppn­inn­ar eft­ir mikl­ar kvart­an­ir frá því keppn­in hófst.

Vart heyr­ist manns­ins mál á leikj­un­um vegna stöðugs lúðrablást­urs þannig að lítið heyr­ist af hefðbund­inni hvatn­ingu eða söngv­um áhorf­enda. Leik­menn, þjálf­ar­ar og starfs­menn sjón­varps- og út­varps­stöðva hafa kvartað mikið und­an hávaðanum.

Pat­rice Evra, fyr­irliði Frakka, hef­ur þegar stigið fram og kraf­ist þess að eitt­hvað verði gert í mál­un­um. „Það er ekki svefnfriður á nótt­unni vegna lúðranna. Fólk er byrjað að blása í þá klukk­an sex á morgn­ana. Inni á vell­in­um heyr­um við ekki hver í öðrum," sagði Evra við frétta­menn eft­ir jafn­teflið gegn Úrúg­væ í fyrra­kvöld.

„Ef aðstæður koma upp sem krefjast þess mun­um við banna vu­vuzela inn­an leik­vang­anna. Til dæm­is ef ein­hver myndi kasta lúðri inná völl­inn eða eitt­hvað áþekkt myndi ger­ast. Við höf­um reynt að koma reglu á hlut­ina, höf­um beðið um að ekki sé blásið á meðan þjóðsöngv­ar eru leikn­ir eða til­kynn­ing­ar lesn­ar upp á völl­un­um. Þetta er erfitt en við reyn­um að hafa stjórn á þessu. Starfs­fólk sem vinn­ur við út­send­ing­ar hef­ur kvartað, sem og ein­stak­ling­ar, og við fylgj­umst stöðugt með gangi mála," sagði Jor­d­an við BBC og kvaðst sjálf­ur ekki hrif­inn.

„Ég myndi frek­ar vilja heyra söngva sem alltaf setja frá­bær­an svip á fót­bolta­leiki, og myndi hvetja til þess  að þeir kæmu í staðinn," sagði Jor­da­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Staða og úrslit

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Ítalía 6 4 2 486:432 54 8
2 Ísland 6 3 3 458:468 -10 6
3 Tyrkland 6 3 3 467:467 0 6
4 Ungverjaland 6 2 4 427:471 -44 4
23.02 Ísland 83:71 Tyrkland
23.02 Ítalía 67:71 Ungverjaland
20.02 Tyrkland 67:80 Ítalía
20.02 Ungverjaland 87:78 Ísland
25.11 Ítalía 74:81 Ísland
25.11 Ungverjaland 76:81 Tyrkland
22.11 Ísland 71:95 Ítalía
22.11 Tyrkland 92:66 Ungverjaland
25.02 Ungverjaland 62:83 Ítalía
25.02 Tyrkland 76:75 Ísland
22.02 Ísland 70:65 Ungverjaland
22.02 Ítalía 87:80 Tyrkland
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U T Mörk +/- Stig
1 Ítalía 6 4 2 486:432 54 8
2 Ísland 6 3 3 458:468 -10 6
3 Tyrkland 6 3 3 467:467 0 6
4 Ungverjaland 6 2 4 427:471 -44 4
23.02 Ísland 83:71 Tyrkland
23.02 Ítalía 67:71 Ungverjaland
20.02 Tyrkland 67:80 Ítalía
20.02 Ungverjaland 87:78 Ísland
25.11 Ítalía 74:81 Ísland
25.11 Ungverjaland 76:81 Tyrkland
22.11 Ísland 71:95 Ítalía
22.11 Tyrkland 92:66 Ungverjaland
25.02 Ungverjaland 62:83 Ítalía
25.02 Tyrkland 76:75 Ísland
22.02 Ísland 70:65 Ungverjaland
22.02 Ítalía 87:80 Tyrkland
urslit.net
Fleira áhugavert