Blatter styður lúðrablástur

Suður-Afríkumenn blása í vuvuzela.
Suður-Afríkumenn blása í vuvuzela. Reuters

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, vill á heimamenn í Suður- Afríku fái að halda áfram að blása í vuvuzela-lúðra sína á leikjum heimsmeistaramótsins hér eftir sem hingað til.

Afar skiptar skoðanir eru meðal knattspyrnumanna á mótsstað og sjónvarpsáhorfenda víða um heim vegna notkunar á  vuvuzela-lúðrunum á leikjum. Mörgum þykja hljóðin úr lúðrunum yfirgnæfa alla stemningu á leikvöllunum og aðrir segja erfitt að eiga samskipti inni á leikvellinum meðan á kappleik stendur. Aðrir hafa látið hljóðin sem vind um eyru þjóta.Margir sjónvarpsáhorfendur segja hljóðir frálúðrinum vera það lengsta og leiðinlegasta sem finnist í heiminum.

Blatter segir blástur í vuvuzela vera hluta að stemningu Suður Afríku. Það væri hreinlega út í bláinn að setja skorður notkun lúðranna eða að banna þá. „Hefðir áhorfenda í Suður Afríku verða að fá að halda sér á leikjum," mun Blatter m.a. hafa sagt í morgun spurður um noktun á vuvuzela lúðrunum.

Rich Mkhondo, talsmaður heimsmeistaramótsins, segir hljóðfærið vera aldagamalt og menn verði einfaldlega að virða menningu Suður Afríkumanna og þeirra leið til þess að gleðjast og fagna á knattspyrnuleikvöllum.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert