Hollendingar fögnuðu 2:0 sigri gegn Dönum í fyrsta leik E-riðilsins á heimsmeistaramótinu en leikið var á Soccer City Stadium í Jóhannesarborg. Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleikinn en eftir nokkrar sekúndur í seinni háfleik skoraði Simon Poulsen sjálfsmark og Dirk Kuyt innsiglaði sigur hollenska liðsins á lokamínútunum.
Hollendingar eru þar með ósigraðir í 20 leikjum í röð. Þeir komust þó aldrei á neitt flug og eiga mikið inni en Hollendingum er spáð velgengni á mótinu. Danir vörðust vel í fyrri hálfleik og áttu nokkrar snarpar skyndisóknir en sjálfsmarkið sem Poulsen skoraði í byrjun seinni hálfleiks sló danska liðið talsvert út af laginu sem náði ekki að ógna marki Hollendinga að neinu ráði í seinni hálfleik.
Lið Hollands: Stekelenburg - Der Wiel, Heitinga, Mathijsen, Bronckhorst, Bommel, Kuyt, De Jong, van Persie, Sneijder, van der Vaart.
Varamenn: Robben, Boulahrouz, Ooijer, De Zeeuw, Vorm, Elia, Babel, Afellay, Huntelaar, Boscker.
Lið Danmerkur: Sörensen - Poulsen, Kjær, Agger, Jacobsen, Jörgenen, Bendtner, Kahlenberg, S.Poulsen, Rommendahl, Enevoldsen.
Varamenn: Kvist, Jensen, Grönkjær, Kröldrup, J.Poulsen, Andersen, Beckmann, Larsen, Eriksen, Christiansen, Mtiliga.