Didier Drogba fyrirliði Fílabeinsstrandarinnar verður líklega með liði sínu á morgun þegar það mætir Portúgölum í fyrsta leik þjóðanna á HM. Drogba braut bein í olnboga í síðustu viku og var óttast að hann myndi ekkert spila á HM en hann æfði með Fílabeinsströndinni nú síðdegis.
Sven Göran Eriksson landsliðsþjálfari Fílabeinsstrandarinnar er sagður hafa óskað eftir því við FIFA um að Drogba fái að spila með sérstaka spelku úr plasti á handleggnum en framherjinn sterki gekkst undir veð heppnaða aðgerð í síðustu viku.