Úrúgvæ er í góðri stöðu með 4 stig í A-riðli HM í Suður-Afríku eftir 3:0 sigur á heimamönnum í kvöld. Diego Forlán skoraði fyrstu tvö mörkin og Álvaro Pereira bætti við þriðja markinu í lokin, sem gæti reynst mikilvægt. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Forlán skoraði fyrra mark sitt í fyrri hálfleik en bætti svo við öðru í seinni hálfleik úr vítaspyrnu þegar markvörður Suður-Afríku, Itumeleng Khune, gerðist brotlegur og fékk að líta rauða spjaldið.
Úrúgvæ er því með 4 stig eins og áður segir en Suður-Afríka 1. Frakkland og Mexíkó mætast annað kvöld en þessi lið hafa 1 stig hvort.
Lið Suður-Afríku: Khune - Gaxa, Masilela, Mokoena, Tshabalala, Mphela, Pienaar, Modise, Letsholonyane, Dikgacoi, Khumalo.
Varamenn: Josephs, Ngcongca, Sibaya, Davids, Booth, Thwala, parker, Nowvethe, Moriri, Sangweni, Walters, Khuboni.
Lið Úrúgvæ: Muslera - Lugano, Godín, Fucile, Cavani, Suárez, Forlán, A.Pereira, Pérez, M.Pereira, Rios.
Varamenn: Gargano, Victorino, Eguren, Castillo, Abreu, González, Scotti, A.Fernández, S.Fernández, Cáceres, Silva.
Í leikbanni: Lodeiro.