Chile vann verðskuldaðan sigur á Hondúras, 1:0, í fyrsta leik H-riðils á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu en leik þjóðanna var að ljúka í Suður-Afríku.
Jean Beausejour skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu eftir vel útfærða sókn en Chilemenn voru miklir klaufar að bæta ekki við fleiri mörkum. Þeir fengu tvö sannkölluð dauðafæri í seinni hálfleik en Hondúrasar náðu ekki að skapa sér eitt einasta færi og áttu ekkert annað skilið en að tapa.
Lið Hondúras: Valladares - Chavez, Figueroa, Nunez, W.Palacios, Pavon, Espinoza, Alvarez, Guevarra, Izaguirre, Mendoza. Varamenn: Canales. J.Palacios, Bernandez, Thomas, Welcome, Garcia, Martinez, Sabillon, Turcios, Escober, Palacios.
Lið Chile: Bravo - Ponce, Isla, Carmona, Sanchez, Vidal, Valdiva, Fernandez, Beusejour, Medel, Millar. Varamenn: Fuentes, Contreras, Suazo, M.Gonzalez, Pinto, Estrada, Orrellana, Jara, Fierro, Tello, Pardes, Marin.