Higuaín með þrennu fyrir Argentínu

Sjálfsmark. Boltinn hrekkur af hinum Suður-Kóreska Park Chu-Young (lengst til …
Sjálfsmark. Boltinn hrekkur af hinum Suður-Kóreska Park Chu-Young (lengst til hægri) og í eigið mark, sem kemur Argentínu í 1:0. Reuter.

Argentína sigraði Suður-Kóreu, 4:1, í B-riðli heimsmeistarakeppni karla í á Soccer City leikvanginum í Jóhannesarborg í dag. Gonzalo Higuaín skoraði þrennu, þá fyrstu sem er skoruð í lokakeppni HM í átta ár.

Fyrsta mark Argentínu var sjálfsmark á 17. mínútu og Higuaín kom Argentínu í 2:0 með skalla á 32. mínútu en á síðustu sekúndum fyrri hálfleiks minnkaði Lee Chung-Yong muninn í 2:1.  Glæsilegum tilþrifum Lionel Messi á 75. mínútu lauk með sendingu og Higuaín skoraði af stuttum færi og fimm mínútum síðar voru sömu menn á ferðinni.

Argentína er þá komin með 6 stig og markatöluna 5:1 en Suður-Kórea er með 3 stig. Grikkland og Nígería eru án stiga og mætast kl. 14.

Lið Argentínu: Romero - Jónas, Samuel, Demichelis, Heinze, di Maria,  Mascherano, M.Rodríguez, Higuaín, Messi, Tévez.
Varamenn: Pozo, C.Rodríguez, Burdisso, Bolatti, Verón, Garce, Otamendi, Agüero, Palermo, Milito, Andújar, Pastore.

Lið Suður-Kóreu: Sung-Ryong - Beom-Seok, Yong-Hyung, Ji-Sung, Jung-Woo, Chu-Young, Young-Pyo, Jung-Soo, Sung-Yueng, Chung-Yong, Ki-Hun.
Varamenn: Woon-Jae, Huyng-Il, Nam-Il, Bok-Yung, Jung-Hwan, Seung-Yeoul, Jae-Sung, Dong-Jin, Dong-Gook, Young-Kwang, Du-Ri, Min-Soo.

Argentína 4:1 Suður-Kórea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert