Mexíkó sigraði Frakkland 2:0

Tekist á - Guillermo Franco og Eric Abidal í leiknum …
Tekist á - Guillermo Franco og Eric Abidal í leiknum í kvöld. IVAN ALVARADO

Mexíkó sigraði Frakkland, 2:0, A-riðli heimsmeistarakeppni karla í fótbolta í kvöld. Mexíkóar fóru með nokkuð sannfærandi sigur af hólmi og nú bendir flest til þess að Frakkar komist ekki áfram úr riðlakeppninni.

Leikurinn fór af stað með krafti. Færi á báða bóga og góður hraði í báðum liðum. Mexíkóar voru hins vegar heilt yfir betri í leiknum. Hernández kom Mexíkóum síðan yfir eftir rúmlega klukkustundar leik, eftir glæsilega sendingu frá Márquez af miðjunni. Hernandez komst einn í gegn, hélt ró sinni og lék á markvörð Frakka og renndi boltanum í autt markið.

Hinn aldni meistari Blanco kom Mexíkóum í 2:0 á 79.mínútu úr víti, sem Éric Abidal hafði réttilega fengið fengið dæmt á sig.

Úrúgvæ og Mexíkó eru með 4 stig hvort en Frakkland og Suður-Afríka 1 stig hvort fyrir lokaumferðina í riðlinum.

Frakkar þurfa nú að treysta á úrslit annarra leikja til að eiga möguleika á að komast upp í sínum riðli. Fari svo að Uruguay og Mexíkó geri jafntefli í lokaumferð riðilsins, detta Frakkar úr keppni. 

Lið Frakklands: Lloris - Sagna, Abidal, Gallas, Ribéry, Govou, Evra, Toulalan, Malouda, Diaby, Anelka.
Varamenn: Reveillere, Planus, Gourcuff, Cissé, Cignac, Henry, Mandanda, Squillaci, A.Diarra, Valbuena, Clichy, Carrasso.

Lið Mexíkó: Pérez - Rodríguez, Salcido, Márquez, Osorio, Torrado, Franco, Vela, Moreno, Juárez, Giovani.
Varamenn: Barrera, Castro, Blanco, Aguilar, Ochoa, Hernández, Guardado, Magallón, Torres, Bautista, Medina, Michel.

Frakkland 0:2 Mexíkó opna loka
95. mín. Leik lokið Frakkar stara í hyldýpið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert