Bölvaði Beckham

Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry, sem voru á vellinum í kvöld, …
Bretaprinsarnir Vilhjálmur og Harry, sem voru á vellinum í kvöld, gátu ekki leynt vonbrigðum sínum með enska landsliðið. Reuters

Reiður stuðningsmaður enska landsliðsins í knattspyrnu komst inn í búningsherbergi liðsins í Green Point leikvanginum í kvöld eftir að Englendingar og Alsír gerðu markalaust jafntefli. Breska knattspyrnusambandið hefur lagt fram kvörtun vegna málsins, og er málið í höndum FIFA.

Fréttir herma að stuðningsmaðurinn hafi átt orðaskipti við David Beckham, fyrrum fyrirliða enska landsliðsins, áður en öryggisverðir leiddu hann á brott.

Tvær af stórstjörnum enska landsliðsins, þeir Wayne Rooney og Frank …
Tvær af stórstjörnum enska landsliðsins, þeir Wayne Rooney og Frank Lampard, voru ekki í stuði í kvöld. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert