Þýskaland og Serbía mætast í D-riðli heimsmeistarakeppni karla í fótbolta klukkan 11.30 en leikur liðanna fór fram í Port Elizabeth í Suður-Afríku. Miroslav Klose fékk rauða spjaldið á 37. mínútu og mínútu síðar skoraði Jovanovic eina mark leiksins. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.
Vladimir Stojkovic markvörður Serba varði vítaspyrnu frá Lukas Podolski á 60. mínútu sem dæmd var á Nemanja Vidic.
Lið Þýskalands: Neuer - Badstuber, Friedrich, Mertesacker, Lahm - Khedira, Schweinsteiger, Özil - Podolski, Klose, Müller.
Varamenn: Jansen, Aogo, Tasci, Kiessling, Wiese, Trochowski, Kroos, Cacau, Boateng, Marin, Butt, Gómez.
Lið Serbíu: Stojkovic - Kolarov, Vidic, Ivanovic, Stankovic, Jovanovic, Zigic, Krasic, Ninkovoc, Subotic, Kuzmanovic.
Varamenn: Rukavina, Kacar, Tosic, Lazovic, Pantelic, Milijas, Isailovic, Obradovic, Petrovic, Mrdja, Duricic.
Í leikbanni: Lukovic.