Markalaust hjá Englandi og Alsír

Alsírmaðurinn Karim Matmour reynir að taka boltann af Englendingnum Jamie …
Alsírmaðurinn Karim Matmour reynir að taka boltann af Englendingnum Jamie Carragher. Reuter.

England og Alsír gerðu í kvöld markalaust jafntefli í C-riðli heimsmeistarakeppni karla í fótbolta en leikur þjóðanna fór fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Eftir tvær umferðir í riðlinum er því Slóvenía með 4 stig, Bandaríkin 2, England 2 og Alsír 1 stig, og öll fjögur liðin geta komist áfram. Í lokaumferðinni leikur England við Slóveníu og Bandaríkin við Alsír.

Lið Englands: James - Johnson, Terry, Carragher, A.Cole - Lennon, Barry, Lampard, Gerrard - Heskey, Rooney.
Varamenn: Dawson, Crouch, J.Cole, Green, Warnock, Upson, Milner, Wright-Phillips, Defoe, Carrick, Hart, King (meiddur).

Lið Alsír: Mbolhi - Bougherra, Belhadj, Yahia, Halliche, Boudebouz, Lacen, Matmour, Ziani, Yebda, Kadir.
Varamenn: Gaouaoui, Mansouri, Saifi, Djebbour, Bellaid, Laifaoui, Chaouchi, Guedioura, Medjani, Mesbah, Abdoun.
Í leikbanni: Ghezzal.

England 0:0 Alsír opna loka
90. mín. Nadir Belhadj (Alsír) á skot framhjá Aukaspyrna sem fór yfir markið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert