Markalaust hjá Englandi og Alsír

Alsírmaðurinn Karim Matmour reynir að taka boltann af Englendingnum Jamie …
Alsírmaðurinn Karim Matmour reynir að taka boltann af Englendingnum Jamie Carragher. Reuter.

Eng­land og Als­ír gerðu í kvöld marka­laust jafn­tefli í C-riðli heims­meist­ara­keppni karla í fót­bolta en leik­ur þjóðanna fór fram í Höfðaborg í Suður-Afr­íku.

Eft­ir tvær um­ferðir í riðlin­um er því Slóven­ía með 4 stig, Banda­rík­in 2, Eng­land 2 og Als­ír 1 stig, og öll fjög­ur liðin geta kom­ist áfram. Í lokaum­ferðinni leik­ur Eng­land við Slóven­íu og Banda­rík­in við Als­ír.

Lið Eng­lands: James - John­son, Terry, Carrag­her, A.Cole - Lennon, Barry, Lamp­ard, Gerr­ard - He­skey, Roo­ney.
Vara­menn: Daw­son, Crouch, J.Cole, Green, Warnock, Up­son, Milner, Wright-Phillips, Defoe, Carrick, Hart, King (meidd­ur).

Lið Als­ír: Mbol­hi - Boug­herra, Bel­hadj, Ya­hia, Halliche, Bou­de­bouz, Lacen, Mat­mour, Zi­ani, Yebda, Kadir.
Vara­menn: Ga­oua­oui, Man­souri, Saifi, Djeb­bour, Bellaid, Laifa­oui, Chaouchi, Gu­edi­oura, Me­djani, Mes­bah, Abdoun.
Í leik­banni: Ghezzal.

Eng­land 0:0 Als­ír opna loka
fær gult spjald Jamie Carragher (58. mín.)
Spjöld
fær gult spjald Medhi Lacen (84. mín.)
mín.
90 Leik lokið
90 England fær hornspyrnu
90 Nadir Belhadj (Alsír) á skot framhjá
Aukaspyrna sem fór yfir markið.
88 Jermain Defoe (England) á skot framhjá
Hörkuskot en yfir.
88 Djamel Mesba (Alsír) kemur inn á
88 Hassan Yebda (Alsír) fer af velli
87 Steven Gerrard (England) á skot framhjá
85 England fær hornspyrnu
84 Medhi Lacen (Alsír) fær gult spjald
Brot.
83 Peter Crouch (England) kemur inn á
Frískað uppá sóknina.
83 Gareth Barry (England) fer af velli
79 Adlane Guedioura (Alsír) kemur inn á
79 Karim Ziani (Alsír) fer af velli
77 England fær hornspyrnu
76 England fær hornspyrnu
74 England fær hornspyrnu
73 Djamal Abdoun (Alsír) kemur inn á
73 Ryad Boudebouz (Alsír) fer af velli
73 Jermain Defoe (England) kemur inn á
73 Emile Heskey (England) fer af velli
73 Wayne Rooney (England) á skot framhjá
Langt færi en fast skot.
70 England fær hornspyrnu
70 Emile Heskey (England) á skot sem er varið
Fyrirgjöf fer í varnarmann og fer svo rétt yfir slánna.
63 Shaun Wright-Phillips (England) kemur inn á
63 Aaron Lennon (England) fer af velli
62 Aaron Lennon (England) á skot framhjá
Þung sókn og fyrirgjöf sem getur líka verið ágætt skot.
60 England fær hornspyrnu
60 Anther Yahia (Alsír) á skot framhjá
Aukaspyrna við vítateigslínu vinstra meginn en fast skotið fór framhjá vinstra meginn.
58 Jamie Carragher (England) fær gult spjald
Brot. Verður í banni í næsta leik.
58 Alsír fær hornspyrnu
55 England fær hornspyrnu
Vel uppbyggð sókn Englendinga og Gerrard komst upp hægra meginn en sóknin varð endasleppt.
50 Karim Ziani (Alsír) á skot framhjá
Þröngt færi alveg við hliðarlínu og framhjá.
46 Leikur hafinn
Nú byrjar England með boltann.
45 Hálfleikur
Jafn leikur því Alsíringar verjast vel og sækja svo hratt á meðan Englendingar vilja sækja hægt og bítandi.
42 Wayne Rooney (England) á skot sem er varið
Skot loksins og lenti rétt við markmanninn en hann gerði vel, fór fyrir boltann og hélt honum.
39 Gareth Barry (England) á skot sem er varið
Utan teigs og fast en beint á markmann.
37 Steven Gerrard (England) á skot framhjá
Hátt, hátt yfir.
35 Karim Ziani (Alsír) á skot framhjá
Snögg sókn, gott skot en rétt framhjá.
33 Frank Lampard (England) á skot sem er varið
Flott sókn upp hægri kant, sem lauk með skoti en vel varið út við stöng.
30 Steven Gerrard (England) á skot sem er varið
Gott samspil Gerrard og Rooney, sem lauk með skot en beint á markmanninn.
23 Alsír fær hornspyrnu
20 Wayne Rooney (England) á skot sem er varið
Rétt utan teigs en í varnarmann og markvörðurinn hirti svo boltann.
20 Hassan Yebda (Alsír) á skalla sem er varinn
Erfitt færi og laust í fangið á markverðinum.
15
Þó Englendingar sæki meira og reyni stíft að koma sér í færi gengur það ekki sem best. Alsírmenn kunna líka sitthvað fyrir sér og sækja við hvert tækifæri.
15 Steven Gerrard (England) á skot framhjá
Skot rétt utan teigs en hátt yfir.
15 Ryad Boudebouz (Alsír) á skot framhjá
Langt færi og langt framhjá.
12 England fær hornspyrnu
7 Alsír fær hornspyrnu
1 Leikur hafinn
Alsír byrjar með boltann.
0
Slóvenía og Bandaríkin gerðu jafntefli, 2:2, fyrr í dag. Slóvenía er því með 4 stig, Bandaríkin 2, England 1 og Alsír ekkert fyrir leikinn í kvöld.
0
England gerði jafntefli, 1:1, við Bandaríkin í fyrstu umferðinni þar sem Steven Gerrard skoraði mark liðsins. Alsír tapaði 0:1 fyrir Slóveníu.
0
Tuttugu af 23 leikmönnum Alsír spila með evrópskum liðum en þrír í heimalandinu. Sex leika í Frakklandi og fjórir í Þýskalandi. Tveir spila í Englandi, Nadir Belhadj með Portsmouth og Adlene Guedioura með Wolves.
0
Alsír leikur nú í þriðja sinn á HM og í fyrsta sinn í 24 ár. Landslið þjóðarinnar var með 1982 og 1986. Liðið vann frægan sigur á Vestur-Þjóðverjum, 2:1, árið 1982 en missti af því að komast áfram á markatölu eftir frægan "svindlleik" Þjóðverja og Austurríkismanna sem tryggði báðum liðum áframhald á kostnað Alsírbúanna.
0
Allir 23 leikmennirnir í enska landsliðshópnum á HM spila með enskum liðum. Tottenham á flesta leikmenn í hópnum, 5 talsins. Chelsea á 4, Liverpool 3, Aston Villa 3, Manchester City 3, Manchester United 2, West Ham 2 og Portsmouth 1.
0
England tekur þátt í lokakeppni HM í 13. skipti af 19. Enska liðið varð heimsmeistari 1966 en hefur þar fyrir utan aðeins einu sinni komist í undanúrslit, árið 1990 þegar England endaði í fjórða sæti.
Sjá meira
Sjá allt

England: (M), .
Varamenn: (M), .

Alsír: (M), .
Varamenn: (M), .

Skot: Alsír 6 (1) - England 12 (6)
Horn: Alsír 3 - England 9.

Lýsandi:
Völlur: Green Point Stadium, Höfðaborg

Leikur hefst
18. júní 2010 18:30

Aðstæður:
Heiðskírt að kvöldi, 17 stiga hiti. Vindur 5 m/sek. Rakastig 25 prósent. Völlurinn þurr.

Dómari: Ravshan Irmatov, Úsbekistan
Aðstoðardómarar: Rafael Iljasov, Úsbekistan, Bakhadyr Kochkarov, Kirgistan

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 3 3 0 0 96:76 20 6
2 Georgía 3 1 0 2 79:83 -4 2
3 Grikkland 3 1 0 2 74:83 -9 2
4 Bosnía 3 1 0 2 75:82 -7 2
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
15.03 17:00 Ísland : Grikkland
15.03 17:00 Bosnía : Georgía
07.05 17:00 Bosnía : Ísland
07.05 17:00 Georgía : Grikkland
11.05 17:00 Ísland : Georgía
11.05 17:00 Grikkland : Bosnía
urslit.net
Fleira áhugavert