Danir unnu Kamerún á seiglunni

Danirnir Christian Poulsen, Simon Kjær og Simon Poulsen fagna 2:1 …
Danirnir Christian Poulsen, Simon Kjær og Simon Poulsen fagna 2:1 sigri á Kamerún. Reuters

Danir lögðu Kamerún 2:1 á Loftus Versfeld í Pretoríu þegar 2. umferð  E-riðils heimsmeistarakeppninnar fór fram og eiga þar með jafnan möguleika á að komast áfram en Kamerún er úr leik. Þessi úrslit tryggðu Hollandi sæti í 16-liða úrslitunum.

Eto'o kom Kamerún í 1:0 á tíundu mínútu en Bendtner  jafnaði á 33. mínútu.  Rommedahl gerði síðan út um leikinn á 61. mínútu með flottu mark.  Þó Kamerún héldi boltanum á löngum köflum áttu Danir þó betri færi, þar af fékk Tomasson tvö góð en mistókst.

 Danir eiga bara eftir að leika við Japani og liðið sem hefur betur fer áfram með Hollendingum, svo skiptir máli hvort liðið nær efsta sæti riðilsins og það veltur á hvort Kamerún taki Holland ekki í bakaríið.

Lið Kamerún: Souleymanou - Assou-Ekotto, Nkoulou, Bassong, A.Song, Geremi, Eto'o, Emana, Webó, Eyong, Mbia.
Varamenn: Kameni, R.Song, Nguemo, Makoun, Bong, Choupo-Moting, Chedjou, Idrissou, Mandjeck, Matip, Ndy Assembe, Aboubakar.

Lið Danmerkur: Sörensen - C.Poulsen, Kjær, Agger, L. Jacobsen, Grönkjær, Tomasson, Jörgensen, Bendtner, S.B.Poulsen, Rommedahl.
Varamenn: Kvist, Jensen, Kahlenberg, Kröldrup, J.Poulsen, Andersen, Beckmann, Larsen, Enevoldsen, Eriksen, Christiansen, Mtiliga.

Kamerún 1:2 Danmörk opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert