Markamet í stórsigri Portúgals

Meireles skoraði fyrsta mark dagsins eftir sendingu frá Tiago, og …
Meireles skoraði fyrsta mark dagsins eftir sendingu frá Tiago, og hér fagna þeir markinu. Reuters

Portúgal gerði sér lítið fyrir í dag og vann 7:0 sigur á Norður-Kóreu í G-riðli heimsmeistarakeppni karla í knattspyrnu sem fram fer í Suður-Afríku. Staðan í hálfleik var 1:0. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Portúgal hefur aldrei áður skorað svo mörg mörk í leik á HM en metið var 5 mörk gegn einmitt Norður-Kóreu árið 1966.

Mörkin skiptust nokkuð jafnt á milli leikmanna en Tiago skoraði þó tvö mörk og Cristiano Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark fyrir landsliðið í langan tíma. Ronaldo skoraði síðast 11. júní gegn Tékklandi á EM 2008, en þessi mikli markaskorari skoraði ekkert í undankeppni HM. Hann sýndi hins vegar góða takta í dag líkt og flestir í portúgalska liðinu.

Portúgal er því með 4 stig í riðlinum og Norður-Kórea ekkert, en Brasilía er með 6 stig og Fílabeinsströndin 1 stig. Brasilía og Portúgal mætast í lokaumferð riðilsins, og Norður-Kórea og Fílabeinsströndin.

Lið Portúgals: Eduardo - Alves, Carvalho, Ronaldo, Mendes, Simao, Miguel, Meireles, Almeida, Tiago, Coentrao.
Varamenn: Ferreira, Rolando, Duda, Liédson, Danny, Beto, Veloso, Pepe, Costa, Fernandes, Amorim (meiddur), Deco (meiddur).

Lið Norður-Kóreu: Myong-Guk - Jong-Hyok, Jun-Il, P.Nam-Chol, Kwang-Chon, Yun-Nam, Tae-Se, Yong-Jo, In-Guk, Chol-Jin, Yong-Hak.
Varamenn: Kum-Il, Chol-Hyok, Kum-Chol, Nam-Chol, Yong-Jun, Song-Chol, Myong-Gil, Chol-Myong, Myong-Won, Kwang-Hyok, Kyong-Il, Sung-Hyok.

Portúgal 7:0 Norður-Kórea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert