Frakkar og Suður-Afríkumenn eru úr leik

Bongani Khumalo fagnar marki sínu gegn Frökkum.
Bongani Khumalo fagnar marki sínu gegn Frökkum. Reuters

Suður-Afríkumenn kvöddu HM með mikilli reisn þegar þeir lögðu Frakka, 2:1, í lokaumferð A-riðils á HM í Suður-Afríku í dag. Það dugði ekki til fyrir heimamenn þar sem Úrúgvæ hafði betur gegn Mexíkó, 1:0. Úrúgvæ hlaut 7 stig, Mexíkó og S-Afríka 4, þar sem Mexíkó fer áfram á betri markatölu, og Frakkar ráku lestina með 1 stig.

Bongani Khumalo  og Bongani Khumalo komu S-Afríkumönnum í 2:0 í fyrri hálfleik og í millitíðinni var Frakkinn Yoann Gourcuff rekinn af velli. Varamaðurinn Florent Malouda minnkaði muninn undir lokin og skoraði eina mark Frakka á mótinu.

Frakkar halda heim á leið með skottið á milli lappanna og ljóst að Laurent Blanc bíður afar erfitt hlutverk að púsla liðinu saman en hann var ráðinn landsliðsþjálfari fyrir mótið og leysir Raymond Domenach af. Suður-Afríkumenn skráðu nafn sitt í sögubækurnar en þeir eru fyrstu gestgjafarnir sem ekki komast í 16-liða úrslitunum.

Lið Frakklands:  Lloris, Sagna, Gallas, Ribéry, Gourcuff, Cisse, Gignac, Squillaci, A.Diarra, Diaby, Clichy.
Varamenn: Mandands, Abidal, Reveillere, Planus, Govou, Henry, Evra, Malouda, Valbuena, Carrasson (meiddur).

Lið Suður-Afríku: Josephs, Masilela, Mokoena, Ngcongca, Sibaya,Tshabala, Mphela, Pienaar, Parker, Khumalo, Khuboni.
Varamenn: Walters, Gaxa, Davids, Modise, Letsholonyane, Booth, Nomvethe, Moriri, Sangweni,
Í leikbanni: Dickacoi, Khune.

Oscar Ruiz með rauða spjaldið á lofti og vísar Yoann …
Oscar Ruiz með rauða spjaldið á lofti og vísar Yoann Gourcuff af velli. Reuters
Frakkland 1:2 Suður-Afríka opna loka
90. mín. Katlego Mphela (Suður-Afríka) á skot sem er varið Dauðafæri en Lloris varði vel.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert